Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2022 13:18 Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun um mestu einstöku vaxtahækkunina frá því meginvextir tóku að hækka á ný í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti um 0,75 prósentur í morgun sem er mesta einstaka vaxtahækunin frá því vextir fóru að hækka á ný í mars á síðasta ári. Meginvextir nú eru 2,75 prósent. Þeir voru 0,75 prósent þegar þeir voru lægstir frá nóvember 2020 fram í maí á síðasta ári þegar yfirstandandi vaxtahækkunartímabil hófst. Þar með hafa allar vaxtalækkanir Seðlabankans frá því fyrir covid faraldurinn í febrúar árið 2020 gengið til baka þar sem vextir nú eru þeir sömu og þeir voru þá. Meginorsakir vaxtahækkanna er stighækkandi verðbólga sem að mestu er drifin áfram af miklum hækkunum húsnæðisverðs og innfluttri verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ríkisfjármálin og komandi kjarasamninga ráða mestu í baráttunni við innlenda verðbólgu á næstunni.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki nálgast 2,5 prósenta markmið bankans fyrr en í upphafi árs 2025, eða eftir þrjú ár. Hún muni þó fara hjaðnandi þegar komi fram á mitt þetta ár. Það er ekki svo langt síðan að þið voruð að spá því að verðbólga færi miklu hraðar niður en það er ekki að gerast? „Nei við erum að sjá þætti eins og erlendar hækkanir, meiri hækkun á fasteignaverði sem kemur hérna til. Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Gera þyrfti kjarasamninga sem hefðu það markmið að viðhalda verðstöðugleika. Heimilin standa vel að mati Seðlabankans. Aðgerðir bankans hafi varið krónuna falli, viðhaldið kaupmætti heimilanna sem enn eigi mikinn sparnað. Verðbólga eigi enn eftir að hækka á þessum ársfjórðungi. Þar með eigi vextir enn eftir að hækka enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir. „Það er rétt, það þýðir það. Við þurfum þá að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þá þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti um 0,75 prósentur í morgun sem er mesta einstaka vaxtahækunin frá því vextir fóru að hækka á ný í mars á síðasta ári. Meginvextir nú eru 2,75 prósent. Þeir voru 0,75 prósent þegar þeir voru lægstir frá nóvember 2020 fram í maí á síðasta ári þegar yfirstandandi vaxtahækkunartímabil hófst. Þar með hafa allar vaxtalækkanir Seðlabankans frá því fyrir covid faraldurinn í febrúar árið 2020 gengið til baka þar sem vextir nú eru þeir sömu og þeir voru þá. Meginorsakir vaxtahækkanna er stighækkandi verðbólga sem að mestu er drifin áfram af miklum hækkunum húsnæðisverðs og innfluttri verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ríkisfjármálin og komandi kjarasamninga ráða mestu í baráttunni við innlenda verðbólgu á næstunni.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki nálgast 2,5 prósenta markmið bankans fyrr en í upphafi árs 2025, eða eftir þrjú ár. Hún muni þó fara hjaðnandi þegar komi fram á mitt þetta ár. Það er ekki svo langt síðan að þið voruð að spá því að verðbólga færi miklu hraðar niður en það er ekki að gerast? „Nei við erum að sjá þætti eins og erlendar hækkanir, meiri hækkun á fasteignaverði sem kemur hérna til. Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Gera þyrfti kjarasamninga sem hefðu það markmið að viðhalda verðstöðugleika. Heimilin standa vel að mati Seðlabankans. Aðgerðir bankans hafi varið krónuna falli, viðhaldið kaupmætti heimilanna sem enn eigi mikinn sparnað. Verðbólga eigi enn eftir að hækka á þessum ársfjórðungi. Þar með eigi vextir enn eftir að hækka enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir. „Það er rétt, það þýðir það. Við þurfum þá að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þá þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08
Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30