Í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni segir að drottningin hafi greinst í gærkvöldi og sé með væg einkenni Covid-19.
Í frétt DR segir að drottningin dvelji nú í Höll Kristjáns IX í Amalíuborg og fari að ráðleggingum sóttvarnayfirvalda.
Drottningin var á leið í frí til Noregs í dag, en ferðinni hefur verið aflýst.
Drottningin er bólusett gegn kórónuveirunni og fékk örvunarsprautuna í lok nóvember á síðasta ári.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kórónuveirusmit kemur upp innan dönsku konungsfjölskyldunnar. Áður hafa bæði Kristján sonur Friðriks krónsprins og sá þriðji í erfðaröðinni að krúnunni og Mary prinsessa fengið kórónuveiruna.