Í gær var staðan þannig að 35 sjúklingar voru á Landspítala með Covid-19. Einn var á gjörgæslu og var hann í öndunarvél.
7.179 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.498 börn. Í gær voru 7.222 sjúklingar í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.517 börn.
Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru 248 samanborið við 218 í gær.