Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2022 20:16 Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seint í þessari viku. Vísir/Arnar Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa ræddi rannsókn flugslyss við Þingvallavatn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Flugslysið átti sér stað á fimmtudaginn síðastliðinn og hvílir vélin nú á botni Þingvallavatns á 50 metra dýpi. „Það skiptir gríðarlegu máli fyrir rannsóknarhagsmunina að komast sem fyrst að flugvélinni. Og þetta eru náttúrulega kannski svolítið óvenjulegar aðstæður hvað það varðar - það að vélin sé í Þingvallavatni á miklu dýpi kemur í veg fyrir að við getum framkvæmt vissa þætti rannsóknarinnar eins og er,“ segir Ragnar. Hafa þegar nýtt sér myndefni úr kafbátum við rannsóknina Ragnar segir að nefndin vilji kanna þætti á borð við eldsneytisstöðu flugvélarinnar en löng lega vélarinnar í vatninu geti haft áhrif á þá þætti. Það sé enn óvitað enda rannsóknin stutt á veg komin. Myndefni úr kafbátum hafi þó nýst vel við leit og rannsókn. „Við höfum nýtt til dæmis efni bæði frá kafbátnum Teledyne Gavia en einnig fórum við niður með fjarstýrðan kafbát til að skoða nánar ýmsa hluti á flugvélinni til þess að fá nánari myndir og erum búin að vera að liggja yfir þeim. Myndir frá báðum þessum tækjum hafa nýst gríðarlega vel við rannsóknina en það er samt enn sem komið er mjög mörgum spurningum ósvarað og við þurfum að fá frekari gögn,“ segir Ragnar. Óvíst hvað rannsóknin taki langan tíma Hann segir erfitt að segja til um hve lengi rannsóknin muni standa yfir. Margir aðilar komi að rannsókninni enda verði unnið í samræmi við alþjóðaskuldbindingar og Evrópureglugerð. Íslenska ríkið sjái um vettvangsrannsókn en önnur ríki geti komið að rannsókninni, til að mynda Bandaríkin, sem er ríki framleiðanda flugvélarinnar. „Þetta er í rauninni þannig að fyrst er einhver vettvangsrannsókn. Hún dregst svolítið mikið á langinn núna einfaldlega vegna þess að ná flugvélinni upp tefur þá rannsókn. Og þegar að vélin er komin upp munum við í því framhaldi klára þessa svokölluðu vettvangsrannsókn. Síðan er flugvélin flutt í skýli rannsóknarnefndarinnar og þar munum við halda áfram og framkvæma það sem við köllum frumrannsókn. Þá förum við að sjá í hvaða átt þetta beinist og samtímis erum við að afla mikilla fjölda gagna - sú vinnsla er reyndar hafin nú þegar. Síðan leiðir rannsóknin okkur bara í þá átt sem þetta beinist. Þannig að við byrjum að horfa mjög opið á þetta og síðan leiðir rannsóknin í rétta átt,“ segir Ragnar. Enginn svartur kassi um borð Aðspurður segir hann að enginn „svartur kassi“ eða flugriti sé um borð í vélinni. Það tíðkist almennt ekki í sambærilegum vélum. Flugritar eru nokkurs konar upptökutæki sem skrá gögn, til dæmis flughraða og flughæð flugvéla auk hljóðs í flugstjórnarklefanum, eins og segir á Vísindavefnum. Ragnar segir mikilvægt að ná vélinni af botni Þingvallavatns, því ef ekki verði einfaldlega mörgum spurningum ósvarað. „Það er af því hvernig svona rannsóknir eru byggðar upp. Þá byrjum við vítt og förum niður og ef við höfum ekki vélina þá eru bara ýmsir þættir sem er ekki hægt að svara.“ Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa ræddi rannsókn flugslyss við Þingvallavatn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Flugslysið átti sér stað á fimmtudaginn síðastliðinn og hvílir vélin nú á botni Þingvallavatns á 50 metra dýpi. „Það skiptir gríðarlegu máli fyrir rannsóknarhagsmunina að komast sem fyrst að flugvélinni. Og þetta eru náttúrulega kannski svolítið óvenjulegar aðstæður hvað það varðar - það að vélin sé í Þingvallavatni á miklu dýpi kemur í veg fyrir að við getum framkvæmt vissa þætti rannsóknarinnar eins og er,“ segir Ragnar. Hafa þegar nýtt sér myndefni úr kafbátum við rannsóknina Ragnar segir að nefndin vilji kanna þætti á borð við eldsneytisstöðu flugvélarinnar en löng lega vélarinnar í vatninu geti haft áhrif á þá þætti. Það sé enn óvitað enda rannsóknin stutt á veg komin. Myndefni úr kafbátum hafi þó nýst vel við leit og rannsókn. „Við höfum nýtt til dæmis efni bæði frá kafbátnum Teledyne Gavia en einnig fórum við niður með fjarstýrðan kafbát til að skoða nánar ýmsa hluti á flugvélinni til þess að fá nánari myndir og erum búin að vera að liggja yfir þeim. Myndir frá báðum þessum tækjum hafa nýst gríðarlega vel við rannsóknina en það er samt enn sem komið er mjög mörgum spurningum ósvarað og við þurfum að fá frekari gögn,“ segir Ragnar. Óvíst hvað rannsóknin taki langan tíma Hann segir erfitt að segja til um hve lengi rannsóknin muni standa yfir. Margir aðilar komi að rannsókninni enda verði unnið í samræmi við alþjóðaskuldbindingar og Evrópureglugerð. Íslenska ríkið sjái um vettvangsrannsókn en önnur ríki geti komið að rannsókninni, til að mynda Bandaríkin, sem er ríki framleiðanda flugvélarinnar. „Þetta er í rauninni þannig að fyrst er einhver vettvangsrannsókn. Hún dregst svolítið mikið á langinn núna einfaldlega vegna þess að ná flugvélinni upp tefur þá rannsókn. Og þegar að vélin er komin upp munum við í því framhaldi klára þessa svokölluðu vettvangsrannsókn. Síðan er flugvélin flutt í skýli rannsóknarnefndarinnar og þar munum við halda áfram og framkvæma það sem við köllum frumrannsókn. Þá förum við að sjá í hvaða átt þetta beinist og samtímis erum við að afla mikilla fjölda gagna - sú vinnsla er reyndar hafin nú þegar. Síðan leiðir rannsóknin okkur bara í þá átt sem þetta beinist. Þannig að við byrjum að horfa mjög opið á þetta og síðan leiðir rannsóknin í rétta átt,“ segir Ragnar. Enginn svartur kassi um borð Aðspurður segir hann að enginn „svartur kassi“ eða flugriti sé um borð í vélinni. Það tíðkist almennt ekki í sambærilegum vélum. Flugritar eru nokkurs konar upptökutæki sem skrá gögn, til dæmis flughraða og flughæð flugvéla auk hljóðs í flugstjórnarklefanum, eins og segir á Vísindavefnum. Ragnar segir mikilvægt að ná vélinni af botni Þingvallavatns, því ef ekki verði einfaldlega mörgum spurningum ósvarað. „Það er af því hvernig svona rannsóknir eru byggðar upp. Þá byrjum við vítt og förum niður og ef við höfum ekki vélina þá eru bara ýmsir þættir sem er ekki hægt að svara.“ Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan.
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira