Sá beran mann ef hún prílaði uppá stól Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2022 16:09 Ef farið væri upp á stól við ákveðinn glugga mátti greina nakinn mann í húsi í næsta nágrenni. (Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.) vísir/jakob Guðmundur Benediktsson fyrrverandi hæstaréttarlögmaður þurfti að sinna sérkennilegu útkalli þegar hann var í lögreglunni; kona sem kvartaði undan strípalingi í nágrenninu. „Þegar ég var í lögreglunni fórum við eitt sinn í útkall vegna konu sem sá oft beran mann í íbúðinni á móti hennar. Við fórum auðvitað á staðinn, en sáum engan beran mann. Jú, konan sagði hann vera þarna. Hann sæist ef farið væri upp á stól við glugga sem hún benti á og þá sæist hann,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns. Frá góðviðrisdegi í Laugardalslaug.Vísir/Vilhelm Einar Gautur var að velta fyrir sér hneykslunargirni sem nú gengur ljósum logum um samfélagið og sagði frá því að eitt sinn hafi hann, þá ungur maður, mætt í útiskýlið í Laugardalslaugum. Þá hafi verið búið að hækka vegg í austri þannig að dró úr sólskini. Hann spurði þá hvers vegna og þá voru svör þau að konan í blokkinni fyrir ofan hefði kvartað undan því að hún sæi allsbera menn í skýlinu frá svölum sínum, ef hún væri með kíki. Einar Gautur Steingrímsson veltir fyrir sér hneysklunargirni landsmanna. „Mér finnst að þeir sem hneykslast eigi ekki að leita í dyrum og dyngjum af hneykslunarefnum. Af nógu er að taka samt,“ segir Einar Gautur. Guðmundur segir söguna sannleikanum samkvæmt í samtali við Vísi. Stundum gerist eitt og annað þegar fólk sé einmana. „Oft var í það minnsta áður til dæmis hringt á nóttinni og eitt og annað áhyggjuefni rætt. Þessum hringingum var venjuleg vel tekið ef haldið var að hjálp væri af samtalinu.“ Téð útkall var líklega í kringum 1980 og var það í Reykjavík. Guðmundur telur óþarfi að tiltaka nánar staðsetningu, það skipti ekki máli. Svipað atriði var í Áramótaskaupi fyrir margt löngu, það hefur þá byggt á sannsögulegum atburðum þó ótrúlegt væri. Guðmundur segir að þetta hafi auðvitað þótt fyndið og gengið eitthvað. „En þetta truflaði aumingja konuna.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
„Þegar ég var í lögreglunni fórum við eitt sinn í útkall vegna konu sem sá oft beran mann í íbúðinni á móti hennar. Við fórum auðvitað á staðinn, en sáum engan beran mann. Jú, konan sagði hann vera þarna. Hann sæist ef farið væri upp á stól við glugga sem hún benti á og þá sæist hann,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns. Frá góðviðrisdegi í Laugardalslaug.Vísir/Vilhelm Einar Gautur var að velta fyrir sér hneykslunargirni sem nú gengur ljósum logum um samfélagið og sagði frá því að eitt sinn hafi hann, þá ungur maður, mætt í útiskýlið í Laugardalslaugum. Þá hafi verið búið að hækka vegg í austri þannig að dró úr sólskini. Hann spurði þá hvers vegna og þá voru svör þau að konan í blokkinni fyrir ofan hefði kvartað undan því að hún sæi allsbera menn í skýlinu frá svölum sínum, ef hún væri með kíki. Einar Gautur Steingrímsson veltir fyrir sér hneysklunargirni landsmanna. „Mér finnst að þeir sem hneykslast eigi ekki að leita í dyrum og dyngjum af hneykslunarefnum. Af nógu er að taka samt,“ segir Einar Gautur. Guðmundur segir söguna sannleikanum samkvæmt í samtali við Vísi. Stundum gerist eitt og annað þegar fólk sé einmana. „Oft var í það minnsta áður til dæmis hringt á nóttinni og eitt og annað áhyggjuefni rætt. Þessum hringingum var venjuleg vel tekið ef haldið var að hjálp væri af samtalinu.“ Téð útkall var líklega í kringum 1980 og var það í Reykjavík. Guðmundur telur óþarfi að tiltaka nánar staðsetningu, það skipti ekki máli. Svipað atriði var í Áramótaskaupi fyrir margt löngu, það hefur þá byggt á sannsögulegum atburðum þó ótrúlegt væri. Guðmundur segir að þetta hafi auðvitað þótt fyndið og gengið eitthvað. „En þetta truflaði aumingja konuna.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira