Rússneska ólympíunefndin var þegar búin að tryggja sér gullverðlaunin þegar Valieva framkvæmdi fjórfalt snúningsstökk, fyrst allra á Vetrarólympíuleikum.
"She is !"
— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022
- - Kamila Valieva made history as the first female skater to land a quadruple jump at an Olympic Games #Beijing2022 | #FigureSkating pic.twitter.com/nEASULZAIo
Í gær varð Valieva fyrsta evrópska konan og aðeins sú fjórða í sögunni til að framkvæma þrefaldan öxul á Vetrarólympíuleikum.
She's just
— Eurosport (@eurosport) February 6, 2022
Kamila Valieva became the fourth woman to land a triple axel in Olympic history #Beijing2022 pic.twitter.com/33y8hngPtc
Þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára er Valieva ein fremsta skautakona heims og þykir hvað líklegust til að vinna gullið í einstaklingskeppninni á Vetrarólympíuleikunum.
Ekki eru nema sex mánuðir síðan Valieva byrjaði að keppa í fullorðinsflokki en síðan þá hefur hún sett hvert metið á fætur öðru.
Valieva, sem er fædd í apríl 2006, varð Evrópumeistari í síðasta mánuði og setti þá met þegar hún fékk 90.45 í einkunn. Aldrei áður hafði kona fengið meira en níutíu í einkunn fyrir æfingar sínar.