Vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2022 21:15 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði Víking 33-19 í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Með sigrinum komu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var ánægður að leik loknum. „Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti