Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Flug­vélin sem fannst á botni Þing­valla­vatns í gær­kvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðar­lega flókið verk­efni bíður við­bragðs­aðila þar sem vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem getur reynst köfurum hættu­legt að komast að og veður­skil­yrði verða slæm næstu daga.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þá verður heyrt í framkvæmdastjóra Sunnuhlíðar sem sér fram á bjartari tíma eftir manneklu og hópsmit á heimilinu. Íbúar á Hellu og Hvolsvelli eru ósáttir því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslu í bæjunum í vor, þá er fyrirséð að störf tapast og þjónusta skerðist.

Við heyrum af öskurreiðum Spánverjum vegna framlags landsins til Eurovision. Bræðin er slík að dómnefndarmönnum hafa borist líflátshótanir - en í dómnefndinni var Felix Bergsson.

Þetta og fleira til í hádegisfréttum klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×