Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 28-20| Heimakonur í litlum vandræðum með HK Andri Már Eggertsson skrifar 5. febrúar 2022 20:30 Haukar taka á móti HK í dag. Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu átta marka sigur á HK 28-20. Fyrri hálfleikur Hauka var afar vel spilaður og héldu heimakonur sjó í síðari hálfleik þrátt fyrir meiri mótspyrnu gestanna. Þrátt fyrir að vera án Söru Odden, markahæsta leikmanns Hauka, sýndu Haukar sparihliðarnar í fyrri hálfleik. Það gekk allt upp markvarslan var góð, vörnin frábær og heimakonur skoruðu að vild. Haukar settu tóninn strax í byrjun leiks og komust 5-1 yfir eftir tæplega átta mínútur. Eftir þrettán mínútur tók Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, leikhlé en ekkert breyttist hjá gestunum frá Kópavogi. HK átti í miklum vandræðum með að leysa vörn Hauka og þegar þeim tókst það þá stóð Margrét Einarsdóttir vaktina vel í markinu. Eftir tæplega tuttugu og þrjár mínútur hafði HK aðeins skorað fimm mörk úr opnum leik. Haukar voru níu mörkum yfir hálfleik 17-8 og var Ásta Björt Júlíusdóttir búin að skora jafn mörg mörk og allt HK-liðið. Kópavogskonur sýndu sitt rétta andlit og byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti. Vörn HK var töluvert betri og skoruðu Haukar aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Í stöðunni 19-15 fékk HK víti og gat minnkað forskot Hauka niður í þrjú mörk. Sara Katrín Gunnarsdóttir vippaði yfir markið og heimakonur refsuðu með tveimur mörkum í röð. HK gaf eftir á endasprettinum og skoruðu aðeins tvö mörk á síðustu sjö mínútum leiksins. Haukar unnu að lokum átta marka sigur 28-20. Af hverju unnu Haukar? Það gekk allt upp hjá Haukum í fyrri hálfleik og átti HK engin svör við vel skipulagðri vörn Hauka. Eðli málsins samkvæmt slökuðu Haukar aðeins á í síðari hálfleik en gáfu í þegar HK ógnaði þeim sem skilaði sér í átta marka sigri. Hverjar stóðu upp úr? Margrét Einarsdóttir, markmaður Hauka, dró tennurnar úr HK í fyrri hálfleik þar sem hún varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Margrét endaði á að verja 12 skot. Ásta Björt Júlíusdóttir fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði átta mörk. Ásta endaði markahæst með tíu mörk. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur HK var óafsakanlegur. HK fór afar illa með dauðafærin gegnum gangandi allan leikinn. HK tapaði átján boltum sem var sex boltum meira en Haukar. Hvað gerist næst? HK fær Val í heimsókn næsta laugardag klukkan 13:30. Á sama degi mætast Haukar og Fram klukkan 18:00. Gunnar: Vörnin og markvarslan góð í fyrri hálfleik Gunnar Gunnarsson var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Við fengum vörn og markvörslu í fyrri hálfleik eins og við ræddum um fyrir leik sem var frábært. Við byrjuðum síðari hálfleik illa en enduðum á að klára leikinn með átta mörkum,“ sagði Gunnar eftir leik. Vörn Hauka var afar vel skipulögð í fyrri hálfleik og skoraði HK aðeins fimm mörk úr opnum leik á tæplega tuttugu og þremur mínútum. „Mér fannst vörnin okkar ekkert sérstök til að byrja með en þá stóð Margrét vaktina vel í markinu. Okkur tókst síðan að þétta vörnina, við vorum að verja skot og fannst mér mikil vinnsla í vörninni.“ Gunnar var ánægður með hvernig hans konur stóðust áhlaup HK í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með átta mörkum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn HK Haukar Olís-deild kvenna
Haukar unnu átta marka sigur á HK 28-20. Fyrri hálfleikur Hauka var afar vel spilaður og héldu heimakonur sjó í síðari hálfleik þrátt fyrir meiri mótspyrnu gestanna. Þrátt fyrir að vera án Söru Odden, markahæsta leikmanns Hauka, sýndu Haukar sparihliðarnar í fyrri hálfleik. Það gekk allt upp markvarslan var góð, vörnin frábær og heimakonur skoruðu að vild. Haukar settu tóninn strax í byrjun leiks og komust 5-1 yfir eftir tæplega átta mínútur. Eftir þrettán mínútur tók Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, leikhlé en ekkert breyttist hjá gestunum frá Kópavogi. HK átti í miklum vandræðum með að leysa vörn Hauka og þegar þeim tókst það þá stóð Margrét Einarsdóttir vaktina vel í markinu. Eftir tæplega tuttugu og þrjár mínútur hafði HK aðeins skorað fimm mörk úr opnum leik. Haukar voru níu mörkum yfir hálfleik 17-8 og var Ásta Björt Júlíusdóttir búin að skora jafn mörg mörk og allt HK-liðið. Kópavogskonur sýndu sitt rétta andlit og byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti. Vörn HK var töluvert betri og skoruðu Haukar aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Í stöðunni 19-15 fékk HK víti og gat minnkað forskot Hauka niður í þrjú mörk. Sara Katrín Gunnarsdóttir vippaði yfir markið og heimakonur refsuðu með tveimur mörkum í röð. HK gaf eftir á endasprettinum og skoruðu aðeins tvö mörk á síðustu sjö mínútum leiksins. Haukar unnu að lokum átta marka sigur 28-20. Af hverju unnu Haukar? Það gekk allt upp hjá Haukum í fyrri hálfleik og átti HK engin svör við vel skipulagðri vörn Hauka. Eðli málsins samkvæmt slökuðu Haukar aðeins á í síðari hálfleik en gáfu í þegar HK ógnaði þeim sem skilaði sér í átta marka sigri. Hverjar stóðu upp úr? Margrét Einarsdóttir, markmaður Hauka, dró tennurnar úr HK í fyrri hálfleik þar sem hún varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Margrét endaði á að verja 12 skot. Ásta Björt Júlíusdóttir fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði átta mörk. Ásta endaði markahæst með tíu mörk. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur HK var óafsakanlegur. HK fór afar illa með dauðafærin gegnum gangandi allan leikinn. HK tapaði átján boltum sem var sex boltum meira en Haukar. Hvað gerist næst? HK fær Val í heimsókn næsta laugardag klukkan 13:30. Á sama degi mætast Haukar og Fram klukkan 18:00. Gunnar: Vörnin og markvarslan góð í fyrri hálfleik Gunnar Gunnarsson var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Við fengum vörn og markvörslu í fyrri hálfleik eins og við ræddum um fyrir leik sem var frábært. Við byrjuðum síðari hálfleik illa en enduðum á að klára leikinn með átta mörkum,“ sagði Gunnar eftir leik. Vörn Hauka var afar vel skipulögð í fyrri hálfleik og skoraði HK aðeins fimm mörk úr opnum leik á tæplega tuttugu og þremur mínútum. „Mér fannst vörnin okkar ekkert sérstök til að byrja með en þá stóð Margrét vaktina vel í markinu. Okkur tókst síðan að þétta vörnina, við vorum að verja skot og fannst mér mikil vinnsla í vörninni.“ Gunnar var ánægður með hvernig hans konur stóðust áhlaup HK í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með átta mörkum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti