Fasteignasali metur jarðirnar 70 milljón krónum verðmætari en FSRE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 08:26 Ágúst greindi frá því á dögunum að hann hygðist ekki sækjast eftir því að sinna áfram störfum sveitarstjóra eftir kosningarnar í vor. Jarðirnar Eystri-Kirkjubær og Vestri-Kirkjubær hafa verið metnar á 171 milljón króna af fasteignasala. Ríkiskaup höfðu metið jarðirnar á 105 milljónir króna árið 2019, þegar Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, óskaði fyrst eftir því að fá að kaupa þær. Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“ Rangárþing ytra Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“
Rangárþing ytra Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira