Fasteignasali metur jarðirnar 70 milljón krónum verðmætari en FSRE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 08:26 Ágúst greindi frá því á dögunum að hann hygðist ekki sækjast eftir því að sinna áfram störfum sveitarstjóra eftir kosningarnar í vor. Jarðirnar Eystri-Kirkjubær og Vestri-Kirkjubær hafa verið metnar á 171 milljón króna af fasteignasala. Ríkiskaup höfðu metið jarðirnar á 105 milljónir króna árið 2019, þegar Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, óskaði fyrst eftir því að fá að kaupa þær. Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“ Rangárþing ytra Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“
Rangárþing ytra Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira