Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 23:01 Rússneski herinn við æfingar í gær. (Russian Defense Ministry Press Service via AP) Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. Reuters greinir frá og hefur eftir háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Segir hann að Rússar undirbúi ýmsa leiki í stöðunni sem geti gefið þeim mögulega ástæðu til að ráðast inn í Úkraínu. Þar á meðal er tilbúið myndband sem á að sýna eftirleik sprengingar þar sem sjá má búnað frá Úkraínu-mönnum eða Bandamönnum. „Myndbandið verður birt til að sýna fram á að ógn við öryggi Rússlands og til að styðja við hernaðaraðgerðir,“ sagði embættismaðurinn við Reuters. „Þetta myndband, ef það verður birt, gæti verið neistinn sem Pútín [Vladimír Pútín, Rússlandsforseti] þarf til að hefja og réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu,“ sagði hann enn fremur. Sagði hann jafnframt að Bandaríkjastjórn væri að gera þessar upplýsingar opinberar með það að markmiði að letja Rússa til að útbúa átyllu fyrir árás. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til gríðarlegs fjölda rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Reuters greinir frá og hefur eftir háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Segir hann að Rússar undirbúi ýmsa leiki í stöðunni sem geti gefið þeim mögulega ástæðu til að ráðast inn í Úkraínu. Þar á meðal er tilbúið myndband sem á að sýna eftirleik sprengingar þar sem sjá má búnað frá Úkraínu-mönnum eða Bandamönnum. „Myndbandið verður birt til að sýna fram á að ógn við öryggi Rússlands og til að styðja við hernaðaraðgerðir,“ sagði embættismaðurinn við Reuters. „Þetta myndband, ef það verður birt, gæti verið neistinn sem Pútín [Vladimír Pútín, Rússlandsforseti] þarf til að hefja og réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu,“ sagði hann enn fremur. Sagði hann jafnframt að Bandaríkjastjórn væri að gera þessar upplýsingar opinberar með það að markmiði að letja Rússa til að útbúa átyllu fyrir árás. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til gríðarlegs fjölda rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið.
Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02
Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45
Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35