Vilja þyrpingu gamalla húsa í stað íbúðablokkar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 19:21 Hér sést hvernig húsin geta myndað littla þyrpingu sem minnir á fyrri tíma í skipulagi Reykjavíkurborgar. Zeppelin arkitektar Eftir mikla andstöðu íbúa við Skúlagötu var fallið frá því að byggja fjölbylishús á um átta hundruð fermetra lóð við hornið á Frakkastíg. Byggingin hefði skert útsýni núverandi íbúa og gjörbreytt götumynd neðri hluta Frakkastígs. Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent