Vilja þyrpingu gamalla húsa í stað íbúðablokkar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 19:21 Hér sést hvernig húsin geta myndað littla þyrpingu sem minnir á fyrri tíma í skipulagi Reykjavíkurborgar. Zeppelin arkitektar Eftir mikla andstöðu íbúa við Skúlagötu var fallið frá því að byggja fjölbylishús á um átta hundruð fermetra lóð við hornið á Frakkastíg. Byggingin hefði skert útsýni núverandi íbúa og gjörbreytt götumynd neðri hluta Frakkastígs. Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15