Það skiptir máli hver stjórnar Eva Magnúsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 11:01 Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjörborðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokkinn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Ein þeirra er Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi til margra ára, lýðheilsufræðingur með menntun í stjórnun menningarstofnana, kennari, núverandi formaður fræðslunefndar og fyrrverandi formaður fjölskyldunefndar. Þessi mikla menntun og reynsla í farteskinu gerir Kolbrúnu hæfasta til þess að leiða þann lista sem Sjálfstæðismenn munu tefla fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Auk mikillar og fjölbreyttrar menntunar þá er reynsla af því að takast á við fjölbreytta málaflokka og takast á við stjórnsýsluna mikilvæg þeim sem ætla sér að vera leiðandi í bæjarfélagi eins og Mossfellsbæ. Skýr framtíðarsýn, metnaður, eldmóður og rótgróin væntumþykja fyrir bænum eru hennar leiðarljós og ég held að mörg okkar deili þeirri framtíðarsýn sem Kolbrún hefur teiknað upp fyrir Mosfellsbæ. Eða svo notuð séu hennar orð: „Framtíðartækifærin felast í sterkri tengingu við náttúruna og er Mosfellsbær þar fremstur í flokki sveitarfélaga hvað þau tækifæri varðar. Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu og grænni nýsköpun er hér allt í kringum okkur og er draumurinn að í Mosfellssbæ verði byggður upp öflugur bændamarkaður í bland við matarupplifun í jafnvel mathöll sem enga á sér líka. Matarupplifun í bland við menningu og listir er eftirsóknarverð upplifun fyrir alla fjölskylduna." Þetta er framtíð sem ég vil fyrir Mosfellsbæ. Ef við sem trúum því að Mosfellsbær sé bærinn þar sem við ætlum að ala upp börnin okkar og byggja upp okkar líf í sátt og samlyndi við náttúruna þá er Kolbrún rétti kosturinn. Þegar fólk sem hefur lengi verið við stjórnvölinn ákveður að hætta skapast rými fyrir aðra að komast að. Þegar Haraldur ákvað að bjóða sig ekki fram sem oddvita flokksins eftir að hafa leitt Mosfellsbæ í gegnum gríðarlega stækkun, þróun og uppbyggingu, skapaðist svigrúm fyrir aðra að bjóða sig fram til verksins. Framboð til oddvita flokkisns þýðir þó alls ekki að við séum að velja okkur bæjarstjóra, þvert á móti, í þessu prófkjöri erum við að velja um hver verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hvort sigurvegarinn verður bæjarstjóraefni er síðari tíma ákvörðun alls listans og kallar fyrst og fremst á að Sjálfstæðismenn sigri kosningarnar í vor. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu og velja þann aðila til forystu sem hefur mikla reynslu og hefur tekið þátt í að byggja upp Mosfellsbæ frá 2010 með ábyrga fjármálastjórn að leiðarljósi. Kolbrún hefur skýra framtíðarsýn og vill byggja upp græna atvinnuvegi í Mosfellsbæ þar sem náttúran nær að blómstra í sátt og samlyndi við íbúana. Hún hefur tekið þátt í að byggja upp skóla og tómstundir þar sem börnin okkar njóta bestu menntunar og tómstunda sem völ er á. Kolbrún er leiðtogi framtíðarinnar fyrir Mosfellssbæ, á því leikur enginn vafi. Höfundur er ráðgjafi og fyrrverandi formaður fræðslunefndar og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjörborðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokkinn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Ein þeirra er Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi til margra ára, lýðheilsufræðingur með menntun í stjórnun menningarstofnana, kennari, núverandi formaður fræðslunefndar og fyrrverandi formaður fjölskyldunefndar. Þessi mikla menntun og reynsla í farteskinu gerir Kolbrúnu hæfasta til þess að leiða þann lista sem Sjálfstæðismenn munu tefla fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Auk mikillar og fjölbreyttrar menntunar þá er reynsla af því að takast á við fjölbreytta málaflokka og takast á við stjórnsýsluna mikilvæg þeim sem ætla sér að vera leiðandi í bæjarfélagi eins og Mossfellsbæ. Skýr framtíðarsýn, metnaður, eldmóður og rótgróin væntumþykja fyrir bænum eru hennar leiðarljós og ég held að mörg okkar deili þeirri framtíðarsýn sem Kolbrún hefur teiknað upp fyrir Mosfellsbæ. Eða svo notuð séu hennar orð: „Framtíðartækifærin felast í sterkri tengingu við náttúruna og er Mosfellsbær þar fremstur í flokki sveitarfélaga hvað þau tækifæri varðar. Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu og grænni nýsköpun er hér allt í kringum okkur og er draumurinn að í Mosfellssbæ verði byggður upp öflugur bændamarkaður í bland við matarupplifun í jafnvel mathöll sem enga á sér líka. Matarupplifun í bland við menningu og listir er eftirsóknarverð upplifun fyrir alla fjölskylduna." Þetta er framtíð sem ég vil fyrir Mosfellsbæ. Ef við sem trúum því að Mosfellsbær sé bærinn þar sem við ætlum að ala upp börnin okkar og byggja upp okkar líf í sátt og samlyndi við náttúruna þá er Kolbrún rétti kosturinn. Þegar fólk sem hefur lengi verið við stjórnvölinn ákveður að hætta skapast rými fyrir aðra að komast að. Þegar Haraldur ákvað að bjóða sig ekki fram sem oddvita flokksins eftir að hafa leitt Mosfellsbæ í gegnum gríðarlega stækkun, þróun og uppbyggingu, skapaðist svigrúm fyrir aðra að bjóða sig fram til verksins. Framboð til oddvita flokkisns þýðir þó alls ekki að við séum að velja okkur bæjarstjóra, þvert á móti, í þessu prófkjöri erum við að velja um hver verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hvort sigurvegarinn verður bæjarstjóraefni er síðari tíma ákvörðun alls listans og kallar fyrst og fremst á að Sjálfstæðismenn sigri kosningarnar í vor. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu og velja þann aðila til forystu sem hefur mikla reynslu og hefur tekið þátt í að byggja upp Mosfellsbæ frá 2010 með ábyrga fjármálastjórn að leiðarljósi. Kolbrún hefur skýra framtíðarsýn og vill byggja upp græna atvinnuvegi í Mosfellsbæ þar sem náttúran nær að blómstra í sátt og samlyndi við íbúana. Hún hefur tekið þátt í að byggja upp skóla og tómstundir þar sem börnin okkar njóta bestu menntunar og tómstunda sem völ er á. Kolbrún er leiðtogi framtíðarinnar fyrir Mosfellssbæ, á því leikur enginn vafi. Höfundur er ráðgjafi og fyrrverandi formaður fræðslunefndar og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun