„Kæri Jón“ – opið bréf til Landgræðslunnar Ásta F. Flosadóttir skrifar 2. febrúar 2022 11:30 Þetta er búin að vera löng samfylgd, um þrjátíu ár. Ég var óharðnaður unglingur í foreldrahúsum þegar foreldrar mínir tóku boði þínu um samband. Samband sem ég gekk seinna inn í og tók við þeirra skuldbindingum. Það var stofnað til langtímasambands með fögrum fyrirheitum og fallegum hveitibrauðsdögum, eins og gjarnan er. Við héldum að við værum öll að vinna að sama markmiði og landið okkar myndi njóta góðs af. Jörðin sem afi og amma lögðu allt sitt í að eignast, sem pabbi og mamma ræktuðu og efldu, sem ég tók við eins og hlekkur í keðju kynslóða, og legg hjarta mitt og orku í að skila áfram til barnanna minna, kenna þeim að umgangast og lifa af gæðum þess. 90 ára landvarsla. Það er svo merkilegt með samband okkar bænda við landið, við erum vörslumenn, tímabundin ráðning sem endist okkar ævi, augnablik í eilífð tímans og landsins. ,,En þú átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig”. Kannski einmitt þess vegna gengu bændur glaðir á sínum tíma inn í verkefnið ,,Bændur græða landið”, sáu tækifæri til að nýta sértæka ráðgjöf landgræðslunnar, fá styrk til áburðarkaupa og jafnvel fræ. Hlutur bænda var að greiða það sem upp á vantaði af áburðarverðinu, leggja fram vélar og tæki til verksins og vinnuna. Gild rök má færa fyrir því að aldrei hafi tími eða fjármagn Landgræðslunnar ávaxtað sig betur. Og árangurinn ótvíræður, melar gróa, rofabörðum er lokað, afréttir bera meiri beit. Áratuga starf í sveitta síns andlits. Við héldum að sambandið einkenndist af samvinnu og gagnkvæmri virðingu. En svo fara að renna á bóndann tvær grímur, er jafnræði í þessu sambandi? Jöfn og sanngjörn verkaskipting? Kostnaðarskipting rétt? Eru störf bænda og framlag í sambandinu metin að verðleikum? Eða er makkerinn farinn að taka okkur sem sjálfsögðum hlut, má bjóða bændum hvað sem er? Erum við stödd í einhverskonar ofbeldissambandi, þrælahaldi, þar sem þarfir okkar eru ekki virtar, vaðið er yfir okkur á skítugum skónum, talað niður til okkar? Þann 26. janúar barst Höfðabændum tölvupóstur frá verkefnastjóra „Bændur græða landið”. Þar koma fram viðbrögð Landgræðslunnar við rúmlega 100% hækkun áburðarverðs. Niðurskurður á áburðarmagni kom ekki á óvart, við höfðum gert ráð fyrir því. Það sem vonbrigðum olli var frekar nánasaleg styrkupphæð til kaupanna, 112.200 kr á hvert tonn af tvígildum áburði, alls 403.920 kr á 3,6 tonn. ,,Böns off monní” hefði einhver sagt, en við skulum skoða málið aðeins betur. Þessi áburður kostar nefnilega um 135.000 kr tonnið ÁN vsk. Heildarkostnaður okkar við þessi áburðarkaup er þannig rúmlega 607.000 kr. Vélavinnan er sem fyrr einskis metin, þrátt fyrir rekstarhækkanir og olíuverðshækkanir. Og vinnan verðlaus eins og venjulega, enda er tími bænda ekki peningar þó allra annarra tími sé verðlagður í topp (m.a. vinnutími starfsmanna landgræðslunnar, sem ég veit ekki til að hafi nokkru sinni unnið sína vinnu í sjálfboðastarfi). Þessi ágæti tölvupóstur kemur á sama tíma og áburðarreikningur Höfðabúsins fer úr 2,5 milljónum í rúmlega 5 milljónir. Með fullri virðingu? Nú á haustdögum var lögð í samráðsgátt stjórnvalda uppkast Landgræðslunnar af reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Það er að bera í bakkafullann lækinn að ræða það þunnildi sérstaklega hér og vísast til umsagna og athugasemda sem bárust inn á samráðsgáttina. En það eru vinnubrögð Landgræðslunnar sem athyglin beinist að. Það ,,samráð” sem haft var við landeigendur og við bændur var bæði lítið og lélegt. Enda stendur ekki steinn yfir steini þegar farið er yfir allar þær athugasemdir sem bárust. Það eru eiginlega ótrúleg vinnubrögð að ganga framhjá bændum við samningu reglugerðar um landnýtingu. Því var bændum ekki boðið sæti við borðið í þessari vinnu? Snýst það um að það ,,þurfi að hafa vit fyrir” okkur, bændur stundi rányrkju, að bændum sé ekki treystandi til að taka ákvarðanir um það land sem þeir nýta? Er þarna verið að sýna vörslumönnum landsins tilhlýðilega virðingu? Von að maður spyrji. Það er ekki (bara) þú, það er (líka) ég Ég sit nefnilega uppi með þá tilfinningu að verk okkar og verk foreldra minna séu lítils metin. Að Landgræðslan beri yfir höfuð ekki virðingu fyrir bændum og þeirra framlagi, ekki sem atvinnurekendum, ekki sem vörslumönnum lands eða yfirleitt sem fólki með tilverurétt. Já það er grimmt að taka svona djúpt í árinni, en svona er tilfinningin þegar maður fer að horfa á þetta ágæta langtímasamband með gagnrýnum augum. Og nú er staðan sú hjá okkur eins og öllum öðrum sauðfjárbændum á landinu, það þarf að taka sársaukafullar ákvarðanir, það þarf að lóga einstaka kostnaðarliðum og skera niður það sem hægt er. Eða hætta. Höfðabúið hefur ekki greitt út mannsæmandi laun síðustu árin svo ekki verða 2,5 milljón tekin af launaliðnum til að greiða áburðarhækkunina. Það er sannkölluð skriðtækling að fá á sig rúmlega 100% hækkun á stærsta útgjaldalið búsins, þar ofan á hækkun á olíu og plasti og litla von um alvöru hækkun afurðaverðs í haust. Þetta er uppsagnarbréf Við sjáum okkur ekki lengur fært að vinna vinnuna ykkar lengur, mín kæra Landgræðsla. Við höfum ekki efni á þessu sambandi. Ég þarf varla að minna á að það er lögbundið hlutverk þitt að stunda uppgræðslu og stöðva landfok. Trúlega verður það þú sem átt í framtíðinni að rækja skuldbindingar ríkisins í kolefnisbindingu. Staðreyndin er sú að við Höfðabændur höfum sinnt þessari vinnu fyrir þig bæði í Höfðalandi og á Leirdalsheiði síðustu 30 árin. Því miður er komið að leiðarlokum í þessu sambandi, við vitum það svosum ekki hvort ,,hjónabandsráðgjöf” getur nokkru breytt, en það er alveg á kristaltæru að það þurfa að verða miklar breytingar á hegðun þinni og framlagi ef endurnýja á heitin. Og eins og alltaf þegar sambandsslit verða þá er saklaus aðili sem geldur fyrir. Blessað landið. Við munum halda áfram að gera okkar besta fyrir landið, hér eftir sem hingað til, það er okkar hagur að skila því betra til næstu kynslóðar en við tókum við því. Það verk munum við halda áfram að vinna af heilindum. Höfundur er sauðfjárbóndi á Höfða I, Grýtubakkahreppi og vörslumaður lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Grýtubakkahreppur Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er búin að vera löng samfylgd, um þrjátíu ár. Ég var óharðnaður unglingur í foreldrahúsum þegar foreldrar mínir tóku boði þínu um samband. Samband sem ég gekk seinna inn í og tók við þeirra skuldbindingum. Það var stofnað til langtímasambands með fögrum fyrirheitum og fallegum hveitibrauðsdögum, eins og gjarnan er. Við héldum að við værum öll að vinna að sama markmiði og landið okkar myndi njóta góðs af. Jörðin sem afi og amma lögðu allt sitt í að eignast, sem pabbi og mamma ræktuðu og efldu, sem ég tók við eins og hlekkur í keðju kynslóða, og legg hjarta mitt og orku í að skila áfram til barnanna minna, kenna þeim að umgangast og lifa af gæðum þess. 90 ára landvarsla. Það er svo merkilegt með samband okkar bænda við landið, við erum vörslumenn, tímabundin ráðning sem endist okkar ævi, augnablik í eilífð tímans og landsins. ,,En þú átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig”. Kannski einmitt þess vegna gengu bændur glaðir á sínum tíma inn í verkefnið ,,Bændur græða landið”, sáu tækifæri til að nýta sértæka ráðgjöf landgræðslunnar, fá styrk til áburðarkaupa og jafnvel fræ. Hlutur bænda var að greiða það sem upp á vantaði af áburðarverðinu, leggja fram vélar og tæki til verksins og vinnuna. Gild rök má færa fyrir því að aldrei hafi tími eða fjármagn Landgræðslunnar ávaxtað sig betur. Og árangurinn ótvíræður, melar gróa, rofabörðum er lokað, afréttir bera meiri beit. Áratuga starf í sveitta síns andlits. Við héldum að sambandið einkenndist af samvinnu og gagnkvæmri virðingu. En svo fara að renna á bóndann tvær grímur, er jafnræði í þessu sambandi? Jöfn og sanngjörn verkaskipting? Kostnaðarskipting rétt? Eru störf bænda og framlag í sambandinu metin að verðleikum? Eða er makkerinn farinn að taka okkur sem sjálfsögðum hlut, má bjóða bændum hvað sem er? Erum við stödd í einhverskonar ofbeldissambandi, þrælahaldi, þar sem þarfir okkar eru ekki virtar, vaðið er yfir okkur á skítugum skónum, talað niður til okkar? Þann 26. janúar barst Höfðabændum tölvupóstur frá verkefnastjóra „Bændur græða landið”. Þar koma fram viðbrögð Landgræðslunnar við rúmlega 100% hækkun áburðarverðs. Niðurskurður á áburðarmagni kom ekki á óvart, við höfðum gert ráð fyrir því. Það sem vonbrigðum olli var frekar nánasaleg styrkupphæð til kaupanna, 112.200 kr á hvert tonn af tvígildum áburði, alls 403.920 kr á 3,6 tonn. ,,Böns off monní” hefði einhver sagt, en við skulum skoða málið aðeins betur. Þessi áburður kostar nefnilega um 135.000 kr tonnið ÁN vsk. Heildarkostnaður okkar við þessi áburðarkaup er þannig rúmlega 607.000 kr. Vélavinnan er sem fyrr einskis metin, þrátt fyrir rekstarhækkanir og olíuverðshækkanir. Og vinnan verðlaus eins og venjulega, enda er tími bænda ekki peningar þó allra annarra tími sé verðlagður í topp (m.a. vinnutími starfsmanna landgræðslunnar, sem ég veit ekki til að hafi nokkru sinni unnið sína vinnu í sjálfboðastarfi). Þessi ágæti tölvupóstur kemur á sama tíma og áburðarreikningur Höfðabúsins fer úr 2,5 milljónum í rúmlega 5 milljónir. Með fullri virðingu? Nú á haustdögum var lögð í samráðsgátt stjórnvalda uppkast Landgræðslunnar af reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Það er að bera í bakkafullann lækinn að ræða það þunnildi sérstaklega hér og vísast til umsagna og athugasemda sem bárust inn á samráðsgáttina. En það eru vinnubrögð Landgræðslunnar sem athyglin beinist að. Það ,,samráð” sem haft var við landeigendur og við bændur var bæði lítið og lélegt. Enda stendur ekki steinn yfir steini þegar farið er yfir allar þær athugasemdir sem bárust. Það eru eiginlega ótrúleg vinnubrögð að ganga framhjá bændum við samningu reglugerðar um landnýtingu. Því var bændum ekki boðið sæti við borðið í þessari vinnu? Snýst það um að það ,,þurfi að hafa vit fyrir” okkur, bændur stundi rányrkju, að bændum sé ekki treystandi til að taka ákvarðanir um það land sem þeir nýta? Er þarna verið að sýna vörslumönnum landsins tilhlýðilega virðingu? Von að maður spyrji. Það er ekki (bara) þú, það er (líka) ég Ég sit nefnilega uppi með þá tilfinningu að verk okkar og verk foreldra minna séu lítils metin. Að Landgræðslan beri yfir höfuð ekki virðingu fyrir bændum og þeirra framlagi, ekki sem atvinnurekendum, ekki sem vörslumönnum lands eða yfirleitt sem fólki með tilverurétt. Já það er grimmt að taka svona djúpt í árinni, en svona er tilfinningin þegar maður fer að horfa á þetta ágæta langtímasamband með gagnrýnum augum. Og nú er staðan sú hjá okkur eins og öllum öðrum sauðfjárbændum á landinu, það þarf að taka sársaukafullar ákvarðanir, það þarf að lóga einstaka kostnaðarliðum og skera niður það sem hægt er. Eða hætta. Höfðabúið hefur ekki greitt út mannsæmandi laun síðustu árin svo ekki verða 2,5 milljón tekin af launaliðnum til að greiða áburðarhækkunina. Það er sannkölluð skriðtækling að fá á sig rúmlega 100% hækkun á stærsta útgjaldalið búsins, þar ofan á hækkun á olíu og plasti og litla von um alvöru hækkun afurðaverðs í haust. Þetta er uppsagnarbréf Við sjáum okkur ekki lengur fært að vinna vinnuna ykkar lengur, mín kæra Landgræðsla. Við höfum ekki efni á þessu sambandi. Ég þarf varla að minna á að það er lögbundið hlutverk þitt að stunda uppgræðslu og stöðva landfok. Trúlega verður það þú sem átt í framtíðinni að rækja skuldbindingar ríkisins í kolefnisbindingu. Staðreyndin er sú að við Höfðabændur höfum sinnt þessari vinnu fyrir þig bæði í Höfðalandi og á Leirdalsheiði síðustu 30 árin. Því miður er komið að leiðarlokum í þessu sambandi, við vitum það svosum ekki hvort ,,hjónabandsráðgjöf” getur nokkru breytt, en það er alveg á kristaltæru að það þurfa að verða miklar breytingar á hegðun þinni og framlagi ef endurnýja á heitin. Og eins og alltaf þegar sambandsslit verða þá er saklaus aðili sem geldur fyrir. Blessað landið. Við munum halda áfram að gera okkar besta fyrir landið, hér eftir sem hingað til, það er okkar hagur að skila því betra til næstu kynslóðar en við tókum við því. Það verk munum við halda áfram að vinna af heilindum. Höfundur er sauðfjárbóndi á Höfða I, Grýtubakkahreppi og vörslumaður lands.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun