Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2022 11:25 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira