Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 08:55 Á síðustu árum og áratugum hefur kaþólska kirkjan orðið uppvís að því að hylma kerfisbundið yfir barnaníð og annað ofbeldi. Mynd/Jon Tyson Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. Kirkjan gaf upp fjöldann að beiðni nefndar sem sett var á laggirnar af Jacindu Ardern forsætisráðherra árið 2018. Ráðherrann sagði á þeim tíma að landið þyrfti að gera upp „myrkan kafla“ í sögu sinni. Nefndinni var upphaflega aðeins ætlað að rannsaka misnotkun á vistheimilum en rannsóknin var síðar útvíkkuð og nær nú til kirkna og annarra trúarstofnana. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem gefin var út í desember síðastliðnum voru um það bil 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðið fólk í viðkvæmri stöðu misnotuð á heimilum sem rekin voru af hinu opinbera og trúarstofnunum frá 1960 og fram yfir aldamót. Tölfræðin er varðar kaþólsku kirkjuna nær til 428 prestakalla, 370 kaþólskra skóla og 67 annarra stofnana. Um er að ræða ofbeldi af ýmsu tagi; líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, auk vanrækslu. Rannsóknin innan kirkjunnar leiddi í ljós að frá árinu 1950 hefðu 1.350 börn tilkynnt um ofbeldi og 164 fullorðnir. Þá höfðu 167 á ótilgreindum aldri tilkynnt ofbeldi á sama tíma. Um 80 prósent tilkynninganna vörðuðu börn og í um helmingi tilvika vörðuðu tilkynningarnar kynferðisofbeldi gegn barni. Í heildina voru 14 prósent vígðra innan kirkjunnar sakaðir um ofbeldi, 8 prósent presta og 3 prósent nunna. Flest tilvikin áttu sér stað frá 1960 til 1970 og 75 prósent fyrir 1990. Samtök þolenda kynferðisofbeldis, Snap, telja raunverulegan fjölda tilvika allt að tvöfalt meiri. Guardian fjallar ítarlega um málið. Nýja-Sjáland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Kirkjan gaf upp fjöldann að beiðni nefndar sem sett var á laggirnar af Jacindu Ardern forsætisráðherra árið 2018. Ráðherrann sagði á þeim tíma að landið þyrfti að gera upp „myrkan kafla“ í sögu sinni. Nefndinni var upphaflega aðeins ætlað að rannsaka misnotkun á vistheimilum en rannsóknin var síðar útvíkkuð og nær nú til kirkna og annarra trúarstofnana. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem gefin var út í desember síðastliðnum voru um það bil 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðið fólk í viðkvæmri stöðu misnotuð á heimilum sem rekin voru af hinu opinbera og trúarstofnunum frá 1960 og fram yfir aldamót. Tölfræðin er varðar kaþólsku kirkjuna nær til 428 prestakalla, 370 kaþólskra skóla og 67 annarra stofnana. Um er að ræða ofbeldi af ýmsu tagi; líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, auk vanrækslu. Rannsóknin innan kirkjunnar leiddi í ljós að frá árinu 1950 hefðu 1.350 börn tilkynnt um ofbeldi og 164 fullorðnir. Þá höfðu 167 á ótilgreindum aldri tilkynnt ofbeldi á sama tíma. Um 80 prósent tilkynninganna vörðuðu börn og í um helmingi tilvika vörðuðu tilkynningarnar kynferðisofbeldi gegn barni. Í heildina voru 14 prósent vígðra innan kirkjunnar sakaðir um ofbeldi, 8 prósent presta og 3 prósent nunna. Flest tilvikin áttu sér stað frá 1960 til 1970 og 75 prósent fyrir 1990. Samtök þolenda kynferðisofbeldis, Snap, telja raunverulegan fjölda tilvika allt að tvöfalt meiri. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Nýja-Sjáland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira