Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 23:30 Kjartan Leifur Sigurðsson í FG og Jón Bjarni Snorrason í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. Með breyttum samkomutakmörkunum í liðinni viku var leikhúsum gert kleift að hefja starfsemi á ný í einhverri mynd, skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis en menntaskólanemar falla á milli skips og bryggju. Áfram engin böll, rétt eins og þetta hefur verið í tæp tvö ár með skammvinnum undantekningum. „Þetta er bara alveg ömurleg staða. Að þessi þrjú menntaskólaár séu að fara í þetta er bara alveg hræðilegt. Og það er til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast að mínu mati,“ segir Kjartan Leifur Sigurðsson varaformaður NFFG. „Það er eins og þeim sé bara alveg sama um þessa tíu þúsund nemendur sem eru í framhaldsskóla, það er bara eins og þeir séu ekki til fyrir þeim. Þetta bara virkar ekki að hafa þetta svona áfram, því það mun bara skila sér í nemendum sem eru ekki eins og aðrir í þessu samfélagi og hafa farið í gegnum þetta,“ segir Kjartan. Allsherjaraflétting takmarkana er boðuð um miðjan mars að óbreyttu en sex til átta vikur eru of langur tími þegar maður er að útskrifast í vor. „Ég sé bara fólk sem byrjaði í menntó og er bara ekki búið að ná að tengjast neinum eða mynda nein almennileg vinasambönd, sem er kjörið tækifæri til að gera í framhaldsskóla. En ekki núna,“ segir Jón Bjarni Snorrason, formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla. Menntaskólar fengu til skamms tíma undanþágu fyrir böllum og vilja það aftur. „Ef þú smitast, kemstu ekki þarna inn, af því að þú þarft hraðpróf. Þannig að þetta virkaði mjög vel og ég veit ekki af hverju þetta ætti ekki að virka núna,“ segir Kjartan Leifur. Í fréttabrotinu hér að neðan segir frá böllum eins og þau gátu verið haldin í október á síðasta ári: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Með breyttum samkomutakmörkunum í liðinni viku var leikhúsum gert kleift að hefja starfsemi á ný í einhverri mynd, skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis en menntaskólanemar falla á milli skips og bryggju. Áfram engin böll, rétt eins og þetta hefur verið í tæp tvö ár með skammvinnum undantekningum. „Þetta er bara alveg ömurleg staða. Að þessi þrjú menntaskólaár séu að fara í þetta er bara alveg hræðilegt. Og það er til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast að mínu mati,“ segir Kjartan Leifur Sigurðsson varaformaður NFFG. „Það er eins og þeim sé bara alveg sama um þessa tíu þúsund nemendur sem eru í framhaldsskóla, það er bara eins og þeir séu ekki til fyrir þeim. Þetta bara virkar ekki að hafa þetta svona áfram, því það mun bara skila sér í nemendum sem eru ekki eins og aðrir í þessu samfélagi og hafa farið í gegnum þetta,“ segir Kjartan. Allsherjaraflétting takmarkana er boðuð um miðjan mars að óbreyttu en sex til átta vikur eru of langur tími þegar maður er að útskrifast í vor. „Ég sé bara fólk sem byrjaði í menntó og er bara ekki búið að ná að tengjast neinum eða mynda nein almennileg vinasambönd, sem er kjörið tækifæri til að gera í framhaldsskóla. En ekki núna,“ segir Jón Bjarni Snorrason, formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla. Menntaskólar fengu til skamms tíma undanþágu fyrir böllum og vilja það aftur. „Ef þú smitast, kemstu ekki þarna inn, af því að þú þarft hraðpróf. Þannig að þetta virkaði mjög vel og ég veit ekki af hverju þetta ætti ekki að virka núna,“ segir Kjartan Leifur. Í fréttabrotinu hér að neðan segir frá böllum eins og þau gátu verið haldin í október á síðasta ári:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59