Til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 23:30 Kjartan Leifur Sigurðsson í FG og Jón Bjarni Snorrason í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki. Með breyttum samkomutakmörkunum í liðinni viku var leikhúsum gert kleift að hefja starfsemi á ný í einhverri mynd, skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis en menntaskólanemar falla á milli skips og bryggju. Áfram engin böll, rétt eins og þetta hefur verið í tæp tvö ár með skammvinnum undantekningum. „Þetta er bara alveg ömurleg staða. Að þessi þrjú menntaskólaár séu að fara í þetta er bara alveg hræðilegt. Og það er til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast að mínu mati,“ segir Kjartan Leifur Sigurðsson varaformaður NFFG. „Það er eins og þeim sé bara alveg sama um þessa tíu þúsund nemendur sem eru í framhaldsskóla, það er bara eins og þeir séu ekki til fyrir þeim. Þetta bara virkar ekki að hafa þetta svona áfram, því það mun bara skila sér í nemendum sem eru ekki eins og aðrir í þessu samfélagi og hafa farið í gegnum þetta,“ segir Kjartan. Allsherjaraflétting takmarkana er boðuð um miðjan mars að óbreyttu en sex til átta vikur eru of langur tími þegar maður er að útskrifast í vor. „Ég sé bara fólk sem byrjaði í menntó og er bara ekki búið að ná að tengjast neinum eða mynda nein almennileg vinasambönd, sem er kjörið tækifæri til að gera í framhaldsskóla. En ekki núna,“ segir Jón Bjarni Snorrason, formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla. Menntaskólar fengu til skamms tíma undanþágu fyrir böllum og vilja það aftur. „Ef þú smitast, kemstu ekki þarna inn, af því að þú þarft hraðpróf. Þannig að þetta virkaði mjög vel og ég veit ekki af hverju þetta ætti ekki að virka núna,“ segir Kjartan Leifur. Í fréttabrotinu hér að neðan segir frá böllum eins og þau gátu verið haldin í október á síðasta ári: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Með breyttum samkomutakmörkunum í liðinni viku var leikhúsum gert kleift að hefja starfsemi á ný í einhverri mynd, skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis en menntaskólanemar falla á milli skips og bryggju. Áfram engin böll, rétt eins og þetta hefur verið í tæp tvö ár með skammvinnum undantekningum. „Þetta er bara alveg ömurleg staða. Að þessi þrjú menntaskólaár séu að fara í þetta er bara alveg hræðilegt. Og það er til skammar fyrir stjórnvöld að leyfa þessu að gerast að mínu mati,“ segir Kjartan Leifur Sigurðsson varaformaður NFFG. „Það er eins og þeim sé bara alveg sama um þessa tíu þúsund nemendur sem eru í framhaldsskóla, það er bara eins og þeir séu ekki til fyrir þeim. Þetta bara virkar ekki að hafa þetta svona áfram, því það mun bara skila sér í nemendum sem eru ekki eins og aðrir í þessu samfélagi og hafa farið í gegnum þetta,“ segir Kjartan. Allsherjaraflétting takmarkana er boðuð um miðjan mars að óbreyttu en sex til átta vikur eru of langur tími þegar maður er að útskrifast í vor. „Ég sé bara fólk sem byrjaði í menntó og er bara ekki búið að ná að tengjast neinum eða mynda nein almennileg vinasambönd, sem er kjörið tækifæri til að gera í framhaldsskóla. En ekki núna,“ segir Jón Bjarni Snorrason, formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla. Menntaskólar fengu til skamms tíma undanþágu fyrir böllum og vilja það aftur. „Ef þú smitast, kemstu ekki þarna inn, af því að þú þarft hraðpróf. Þannig að þetta virkaði mjög vel og ég veit ekki af hverju þetta ætti ekki að virka núna,“ segir Kjartan Leifur. Í fréttabrotinu hér að neðan segir frá böllum eins og þau gátu verið haldin í október á síðasta ári:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Vilja eins metra regluna burt Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt. 31. janúar 2022 17:19
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59