Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 19:30 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Móa Gustum Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“ Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“
Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira