Í tilkynningu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir að félagið hafi ákveðið að segja upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn CJ Burks sem hefur verið í lykilhutverki í sóknarleik Keflavíkur en liðið trónir á toppi deildarinnar um þessar mundir.
Burks skoraði 16 stig að meðaltali í leik í þeim þrettán leikjum sem hann spilaði.
Keflvíkingar hafa þegar fundið arftaka Burks því Bandaríkjamaðurinn Mustapha Heron hefur samið við Keflavík.
Heron er 24 ára gamall skotbakvörður, 196 sentimetrar á hæð og lék síðast í Ungverjalandi en hefur einnig leikið á Englandi.