Frá þessu segir á síðunni covid.is. 11.297 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 11.593 í gær. 6.726 eru í sóttkví og 147 í skimunarsóttkví.
50 prósent af þeim 1.213 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 50 prósent utan sóttkvíar.

37 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 35 í gær. Þrír eru á gjörgæslu, líkt og í gær.
3.887 einkennasýni voru greind í gær, 1.179 sóttkvíarsýni og 1.116 landamærasýni.
Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 4.986 en var 4.968 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 309, en var 311 í gær.

Alls hafa 64.486 greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. Sautján prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 46 hafa látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.