Andlegt brjósklos Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:01 Við skulum ímynda okkur aðstæður. Maður nokkur er að bera nokkra þunga kassa upp fjórar hæðir í lyftulausri blokk. Fjölskyldan bráðum að flytja og ekki úr vegi að koma nokkrum kössum inn til að létta á fyrir næstu vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hver kassi er þungur en ætla má að þyngdin sé þannig að hann þurfi að stoppa inn á milli á stigapöllum til að ná andanum. Strengirnir munu líklega segja vel til sín næstu daga og hann þarf mögulega að taka smá hvíld þegar heim er komið. Maðurinn sér strax eftir því að hafa ekki bara beðið um aðstoð frá vinum sínum. Þegar næst síðasti kassinn er borinn upp finnur hann hins vegar smell í bakinu og á eftir fylgja stingandi verkir niður í hægri löpp ásamt dofa. Hann missir kassann úr höndunum, fellur niður og hringir á sjúkrabíl. Eftir talsverða bið og rannsóknir á spítala er staðfest brjósklos. Hann neyðist til að taka sér leyfi úr vinnu, að minnsta kosti í nokkra mánuði, meðan hann fer í aðgerð og sinnir endurhæfingu. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa honum í þessum kvölum og því verkefni sem framundan er. Ímyndið ykkur núna að kassarnir séu tákn fyrir streituvalda, álag og andleg veikindi. Stiginn gæti verið tákn fyrir lífið. Stundum og fyrir suma er ekkert mál að hlaupa upp nokkrar hæðir en það getur hins vegar verið áskorun með þunga kassa. Já eða ef fólk glímir við stoðkerfisvandamál eða jafnvel fötlun. Maðurinn vill jú sinna þessu sjálfur og telur enga þörf á að heyra í neinum til að bera nokkra kassa – þeir eru jú ekki það þungir að hann ráði ekki við þá. Það er nefnilega oft eins með álag og streituvalda. Fólk telur sig geta ráðið við að sinna því sjálft og bæta ofan á. Þar til það getur það ekki. Fólk fær andlega kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun eða jafnvel taugaáfall, þó það heyri ekki til formlegrar greiningar. Sumir þróa með sér alvarlegri geðsjúkdóma. Fólk verður óvinnufært, tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem veikjast hvað verst snúa aldrei aftur á vinnumarkað eða út í lífið sjálft ef því er að skipta og þess má geta að árið 2020 féllu 47 manns fyrir eigin hendi á Íslandi (Sjálfsvíg – tölur, 2021). Samfélagið virðist þó ekki gera þessum alvarlegu og andlegu veikindum jafn hátt undir höfði og þeim líkamlegu, þó viðhorfið sé sem betur fer að breytast til batnaðar með vitundarvakningu um mikilvægi andlegrar heilsu. Það virðist vera þægilegra og minna vandræðalegt að „réttlæta“ til dæmis leyfi frá vinnu eða skilafresti í námi þegar manneskja hefur staðfestingu á líkamlegum veikindum. Þá virðast einstaklingar frekar reiðubúnir að ræða líkamlegu veikindin opinskátt en þau andlegu, ásamt því að leita sér frekar aðstoðar. Það hljómar einhvern veginn betur að mæta í sjúkraþjálfun en til sálfræðings eða geðlæknis þó einfaldlega sé um að ræða efnaskipti í heila, sem er jafnframt eitt okkar mikilvægasta líffæri. Við erum komin vel á veg með hjálp góðrar fræðslu og samtaka eins og Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem er ánægjulegt, en betur má ef duga skal. Þetta á sérstaklega við núna í kjölfar heimsfaraldurs þegar leiða má líkur að því að ótti, félagsleg einangrun og sjálfsbjargarþörf hafi ráðið för hjá okkur flestum. Ekki allir munu þurfa að leita einhverskonar aðstoðar og sumir munu ekki leita hennar þrátt fyrir að þörf sé á, en skilningur fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegur. Mikilvægt er að opna enn frekar á umræðuna um andleg veikindi afnema það tabú sem oft virðist fylgja henni, til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er nefnilega erfitt að útskýra andlegt brjósklos. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og áhugakona um geðheilbrigði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við skulum ímynda okkur aðstæður. Maður nokkur er að bera nokkra þunga kassa upp fjórar hæðir í lyftulausri blokk. Fjölskyldan bráðum að flytja og ekki úr vegi að koma nokkrum kössum inn til að létta á fyrir næstu vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hver kassi er þungur en ætla má að þyngdin sé þannig að hann þurfi að stoppa inn á milli á stigapöllum til að ná andanum. Strengirnir munu líklega segja vel til sín næstu daga og hann þarf mögulega að taka smá hvíld þegar heim er komið. Maðurinn sér strax eftir því að hafa ekki bara beðið um aðstoð frá vinum sínum. Þegar næst síðasti kassinn er borinn upp finnur hann hins vegar smell í bakinu og á eftir fylgja stingandi verkir niður í hægri löpp ásamt dofa. Hann missir kassann úr höndunum, fellur niður og hringir á sjúkrabíl. Eftir talsverða bið og rannsóknir á spítala er staðfest brjósklos. Hann neyðist til að taka sér leyfi úr vinnu, að minnsta kosti í nokkra mánuði, meðan hann fer í aðgerð og sinnir endurhæfingu. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa honum í þessum kvölum og því verkefni sem framundan er. Ímyndið ykkur núna að kassarnir séu tákn fyrir streituvalda, álag og andleg veikindi. Stiginn gæti verið tákn fyrir lífið. Stundum og fyrir suma er ekkert mál að hlaupa upp nokkrar hæðir en það getur hins vegar verið áskorun með þunga kassa. Já eða ef fólk glímir við stoðkerfisvandamál eða jafnvel fötlun. Maðurinn vill jú sinna þessu sjálfur og telur enga þörf á að heyra í neinum til að bera nokkra kassa – þeir eru jú ekki það þungir að hann ráði ekki við þá. Það er nefnilega oft eins með álag og streituvalda. Fólk telur sig geta ráðið við að sinna því sjálft og bæta ofan á. Þar til það getur það ekki. Fólk fær andlega kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun eða jafnvel taugaáfall, þó það heyri ekki til formlegrar greiningar. Sumir þróa með sér alvarlegri geðsjúkdóma. Fólk verður óvinnufært, tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem veikjast hvað verst snúa aldrei aftur á vinnumarkað eða út í lífið sjálft ef því er að skipta og þess má geta að árið 2020 féllu 47 manns fyrir eigin hendi á Íslandi (Sjálfsvíg – tölur, 2021). Samfélagið virðist þó ekki gera þessum alvarlegu og andlegu veikindum jafn hátt undir höfði og þeim líkamlegu, þó viðhorfið sé sem betur fer að breytast til batnaðar með vitundarvakningu um mikilvægi andlegrar heilsu. Það virðist vera þægilegra og minna vandræðalegt að „réttlæta“ til dæmis leyfi frá vinnu eða skilafresti í námi þegar manneskja hefur staðfestingu á líkamlegum veikindum. Þá virðast einstaklingar frekar reiðubúnir að ræða líkamlegu veikindin opinskátt en þau andlegu, ásamt því að leita sér frekar aðstoðar. Það hljómar einhvern veginn betur að mæta í sjúkraþjálfun en til sálfræðings eða geðlæknis þó einfaldlega sé um að ræða efnaskipti í heila, sem er jafnframt eitt okkar mikilvægasta líffæri. Við erum komin vel á veg með hjálp góðrar fræðslu og samtaka eins og Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem er ánægjulegt, en betur má ef duga skal. Þetta á sérstaklega við núna í kjölfar heimsfaraldurs þegar leiða má líkur að því að ótti, félagsleg einangrun og sjálfsbjargarþörf hafi ráðið för hjá okkur flestum. Ekki allir munu þurfa að leita einhverskonar aðstoðar og sumir munu ekki leita hennar þrátt fyrir að þörf sé á, en skilningur fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegur. Mikilvægt er að opna enn frekar á umræðuna um andleg veikindi afnema það tabú sem oft virðist fylgja henni, til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er nefnilega erfitt að útskýra andlegt brjósklos. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og áhugakona um geðheilbrigði.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun