Daginn eftir mætti parið aftur í stíl á tískuviðburð en í þetta skiptið voru þau klædd leðri í stað gallaefnis. Julia nýtti tækifærið og birti mynd af sér og Ye í story með undirskriftinni Juliye sem er blanda af nöfnum parsins á samfélagsmiðli sínum.

Þekkt er að pör í sviðsljósinu hljóti svokallað paranafn þar sem búið er að blanda nöfnum þeirra saman en oftast sjá aðdáendurnir um það. Þekkt slík nöfn sem hafa verið í umræðunni voru til dæmis Brangelina þegar Brad Pitt og Angelina Jolie voru saman og Bennifer sem átti upphaflega við um Ben Affleck og Jennifer Lopez þegar þau byrjuðu fyrst saman. Bennifer var þó einnig notað fyrir Ben og fyrrverandi eiginkonu hans Jennifer Garner.
