Til þess þarf Ísland að skrifa nýjan kafla í íslenska handboltasögu því í sjö tilraunum hefur Íslandi ekki tekist að leggja Króata að velli á stórmóti.
Ásgeir Örn Hallgrímsson, silfurverðlaunahafi frá Peking 2008, Theodór Ingi Pálmason, handboltasérfræðingur og línukempa, og Guðjón Guðmundsson, sjálfur Gaupi, mæta í settið klukkan 13 í dag.
Hverjir eru möguleikar Íslands? Hvernig unnum við Frakka? Hvað er tvistur og þristur? Spurningum sem þessum og fleirum verður svarað í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi (stöð 5 hjá Vodafone, stöð 8 hjá Símanum) klukkan 13 í dag.
Þá verðum við í beinni úr íþróttahöllinni í Búdapest með Henry Birgi Gunnarssyni sem verður með nýjustu tíðindi af strákunum okkar.
Uppfært klukkan 14:20
Þættinum er lokið en farið var um víðan völl. Guðjón Guðmundsson minnti á að handbolti væri þjóðaríþrótt Íslendinga, sérfærðingarnir útskýrðu eins vel og þeir gátu skrýtnar reglur handboltans og auðvitað var spáð í spilin fyrir leikinn gegn Króötum.