Bóluefnapassar - feilspor á lokametrunum? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 24. janúar 2022 11:31 Umræða um bóluefnapassa hefur dúkkað upp í samfélaginu nokkrum sinnum í faraldrinum. Í lok nóvember sl. birti ég grein ásamt prófessor í læknisfræði, þar sem við útskýrðum að ekki væru vísindaleg rök fyrir slíkri mismunun, heldur byggi hugmyndin öllu heldur á skilningsleysi. Undanfarið hefur enn og aftur borið á þessari umræðu. Talsmenn þessarar stefnu bera oft fyrir sig þau rök að önnur lönd hafi farið þessa leið, líkt og það réttlæti sömu aðgerð hérlendis. Tímasetning umræðunnar er hins vegar sérstaklega undarleg að sinni, því meðan sumir Íslendingar vilja taka upp bóluefnapassa vilja önnur lönd hætta notkun þeirra. Cyrille Cohen er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri við Bar Ilan háskóla í Ísrael, og meðlimur í ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar um bóluefni við kórónuveirunni. Í nýlegu viðtali útskýrði hann að þar sem bóluefnin veittu orðið litla vörn gegn smiti væri eini tilgangur bóluefnapassa að þrýsta á fólk að láta bólusetja sig. Hann vill hins vegar meina að bóluefnapassar eigi ekki lengur við í þessari Omicron bylgju og sér ekki tilgang í því að halda notkun þeirra áfram. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bóluefnin veita minni vörn gegn Omicron en fyrri afbrigðum. Omicron veldur síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Þá er það svo smitandi að útskúfun lítils hóps úr samfélaginu mun hafa lítil áhrif á útbreiðslu veirunnar á þessari stundu. Að sama skapi telur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, forsendur til að mismuna óbolusettum ekki vera jafn sterkar og áður. Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, vinnur að því með öðrum að leggja niður bóluefnapassa. Hann segir að margir sérfræðingar séu sammála um að það séu hvorki læknisfræðileg né faraldsfræðileg rök fyrir passanum. Hann segir að passinn skaði atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýti hann undir ofsahræðslu meðal almennings. Á sama tíma virðast sumir Íslendingar halda að þessir passar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hvernig væri að horfa á reynslu annarra ríkja? Þeir sem vilja bjarga efnahaginum ættu kannski frekar að líta til Flórída, Texas og fleiri ríkja vestanhafs þar sem fólk er ekki heltekið af ótta, og ferðaþjónusta og efnahagslíf blómstra fyrir vikið. Írar hafa hætt flestöllum sóttvarnaraðgerðum, þ.m.t. framvísun bóluefnapassa á viðburðum innanhúss. Fjöldi annarra landa stefna að því að aflétta öllu. Þann 26. janúar ætla Bretar að fara sömu leið, og leggja þar með niður bóluefnapassann sem þeir tóku í notkun fyrir rúmum mánuði. Kostnaður og fyrirhöfn við að taka svona passa í notkun er gríðarlegur en þetta entist ekki lengi hjá Bretunum. Þjóðir hafa tekið upp bóluefnapassa í þeim tilgangi að þrýsta á fólk til að láta bólusetja sig. Þeir hafa verið teknir í notkun þegar stór hluti almennings var enn óbólusettur. Þá voru skæðari afbrigði í umferð, auk þess sem bóluefnin veittu meiri vörn gegn þeim afbrigðum en Omicron. Þótt erlendum stjórnvöldum hafi þótt ákvörðunin rökrétt á sínum tíma, þýðir það ekki að hún sé rétt fyrir Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur að upp undir helmingur Evrópubúa muni smitast af Omicron á næstu vikum. Það mun stuðla vel að hjarðónæmi í samfélaginu. Hérlendis eru rúmlega 90% fullorðinna bólusettir. Hinir hafa nú þegar smitast eða munu gera það á næstu vikum, og verða því vel varðir gegn endursmiti. Jafnvel þótt bóluefnapassar gerðu gagn, tæki því ekki að taka þá upp á þessari stundu. Faraldurinn gæti vel verið á undanhaldi. Reynum að forðast feilspor á lokametrunum. Höfundur er BS í verkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um bóluefnapassa hefur dúkkað upp í samfélaginu nokkrum sinnum í faraldrinum. Í lok nóvember sl. birti ég grein ásamt prófessor í læknisfræði, þar sem við útskýrðum að ekki væru vísindaleg rök fyrir slíkri mismunun, heldur byggi hugmyndin öllu heldur á skilningsleysi. Undanfarið hefur enn og aftur borið á þessari umræðu. Talsmenn þessarar stefnu bera oft fyrir sig þau rök að önnur lönd hafi farið þessa leið, líkt og það réttlæti sömu aðgerð hérlendis. Tímasetning umræðunnar er hins vegar sérstaklega undarleg að sinni, því meðan sumir Íslendingar vilja taka upp bóluefnapassa vilja önnur lönd hætta notkun þeirra. Cyrille Cohen er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri við Bar Ilan háskóla í Ísrael, og meðlimur í ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar um bóluefni við kórónuveirunni. Í nýlegu viðtali útskýrði hann að þar sem bóluefnin veittu orðið litla vörn gegn smiti væri eini tilgangur bóluefnapassa að þrýsta á fólk að láta bólusetja sig. Hann vill hins vegar meina að bóluefnapassar eigi ekki lengur við í þessari Omicron bylgju og sér ekki tilgang í því að halda notkun þeirra áfram. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bóluefnin veita minni vörn gegn Omicron en fyrri afbrigðum. Omicron veldur síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Þá er það svo smitandi að útskúfun lítils hóps úr samfélaginu mun hafa lítil áhrif á útbreiðslu veirunnar á þessari stundu. Að sama skapi telur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, forsendur til að mismuna óbolusettum ekki vera jafn sterkar og áður. Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, vinnur að því með öðrum að leggja niður bóluefnapassa. Hann segir að margir sérfræðingar séu sammála um að það séu hvorki læknisfræðileg né faraldsfræðileg rök fyrir passanum. Hann segir að passinn skaði atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýti hann undir ofsahræðslu meðal almennings. Á sama tíma virðast sumir Íslendingar halda að þessir passar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hvernig væri að horfa á reynslu annarra ríkja? Þeir sem vilja bjarga efnahaginum ættu kannski frekar að líta til Flórída, Texas og fleiri ríkja vestanhafs þar sem fólk er ekki heltekið af ótta, og ferðaþjónusta og efnahagslíf blómstra fyrir vikið. Írar hafa hætt flestöllum sóttvarnaraðgerðum, þ.m.t. framvísun bóluefnapassa á viðburðum innanhúss. Fjöldi annarra landa stefna að því að aflétta öllu. Þann 26. janúar ætla Bretar að fara sömu leið, og leggja þar með niður bóluefnapassann sem þeir tóku í notkun fyrir rúmum mánuði. Kostnaður og fyrirhöfn við að taka svona passa í notkun er gríðarlegur en þetta entist ekki lengi hjá Bretunum. Þjóðir hafa tekið upp bóluefnapassa í þeim tilgangi að þrýsta á fólk til að láta bólusetja sig. Þeir hafa verið teknir í notkun þegar stór hluti almennings var enn óbólusettur. Þá voru skæðari afbrigði í umferð, auk þess sem bóluefnin veittu meiri vörn gegn þeim afbrigðum en Omicron. Þótt erlendum stjórnvöldum hafi þótt ákvörðunin rökrétt á sínum tíma, þýðir það ekki að hún sé rétt fyrir Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur að upp undir helmingur Evrópubúa muni smitast af Omicron á næstu vikum. Það mun stuðla vel að hjarðónæmi í samfélaginu. Hérlendis eru rúmlega 90% fullorðinna bólusettir. Hinir hafa nú þegar smitast eða munu gera það á næstu vikum, og verða því vel varðir gegn endursmiti. Jafnvel þótt bóluefnapassar gerðu gagn, tæki því ekki að taka þá upp á þessari stundu. Faraldurinn gæti vel verið á undanhaldi. Reynum að forðast feilspor á lokametrunum. Höfundur er BS í verkfræði.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun