Bóluefnapassar - feilspor á lokametrunum? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 24. janúar 2022 11:31 Umræða um bóluefnapassa hefur dúkkað upp í samfélaginu nokkrum sinnum í faraldrinum. Í lok nóvember sl. birti ég grein ásamt prófessor í læknisfræði, þar sem við útskýrðum að ekki væru vísindaleg rök fyrir slíkri mismunun, heldur byggi hugmyndin öllu heldur á skilningsleysi. Undanfarið hefur enn og aftur borið á þessari umræðu. Talsmenn þessarar stefnu bera oft fyrir sig þau rök að önnur lönd hafi farið þessa leið, líkt og það réttlæti sömu aðgerð hérlendis. Tímasetning umræðunnar er hins vegar sérstaklega undarleg að sinni, því meðan sumir Íslendingar vilja taka upp bóluefnapassa vilja önnur lönd hætta notkun þeirra. Cyrille Cohen er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri við Bar Ilan háskóla í Ísrael, og meðlimur í ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar um bóluefni við kórónuveirunni. Í nýlegu viðtali útskýrði hann að þar sem bóluefnin veittu orðið litla vörn gegn smiti væri eini tilgangur bóluefnapassa að þrýsta á fólk að láta bólusetja sig. Hann vill hins vegar meina að bóluefnapassar eigi ekki lengur við í þessari Omicron bylgju og sér ekki tilgang í því að halda notkun þeirra áfram. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bóluefnin veita minni vörn gegn Omicron en fyrri afbrigðum. Omicron veldur síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Þá er það svo smitandi að útskúfun lítils hóps úr samfélaginu mun hafa lítil áhrif á útbreiðslu veirunnar á þessari stundu. Að sama skapi telur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, forsendur til að mismuna óbolusettum ekki vera jafn sterkar og áður. Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, vinnur að því með öðrum að leggja niður bóluefnapassa. Hann segir að margir sérfræðingar séu sammála um að það séu hvorki læknisfræðileg né faraldsfræðileg rök fyrir passanum. Hann segir að passinn skaði atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýti hann undir ofsahræðslu meðal almennings. Á sama tíma virðast sumir Íslendingar halda að þessir passar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hvernig væri að horfa á reynslu annarra ríkja? Þeir sem vilja bjarga efnahaginum ættu kannski frekar að líta til Flórída, Texas og fleiri ríkja vestanhafs þar sem fólk er ekki heltekið af ótta, og ferðaþjónusta og efnahagslíf blómstra fyrir vikið. Írar hafa hætt flestöllum sóttvarnaraðgerðum, þ.m.t. framvísun bóluefnapassa á viðburðum innanhúss. Fjöldi annarra landa stefna að því að aflétta öllu. Þann 26. janúar ætla Bretar að fara sömu leið, og leggja þar með niður bóluefnapassann sem þeir tóku í notkun fyrir rúmum mánuði. Kostnaður og fyrirhöfn við að taka svona passa í notkun er gríðarlegur en þetta entist ekki lengi hjá Bretunum. Þjóðir hafa tekið upp bóluefnapassa í þeim tilgangi að þrýsta á fólk til að láta bólusetja sig. Þeir hafa verið teknir í notkun þegar stór hluti almennings var enn óbólusettur. Þá voru skæðari afbrigði í umferð, auk þess sem bóluefnin veittu meiri vörn gegn þeim afbrigðum en Omicron. Þótt erlendum stjórnvöldum hafi þótt ákvörðunin rökrétt á sínum tíma, þýðir það ekki að hún sé rétt fyrir Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur að upp undir helmingur Evrópubúa muni smitast af Omicron á næstu vikum. Það mun stuðla vel að hjarðónæmi í samfélaginu. Hérlendis eru rúmlega 90% fullorðinna bólusettir. Hinir hafa nú þegar smitast eða munu gera það á næstu vikum, og verða því vel varðir gegn endursmiti. Jafnvel þótt bóluefnapassar gerðu gagn, tæki því ekki að taka þá upp á þessari stundu. Faraldurinn gæti vel verið á undanhaldi. Reynum að forðast feilspor á lokametrunum. Höfundur er BS í verkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Umræða um bóluefnapassa hefur dúkkað upp í samfélaginu nokkrum sinnum í faraldrinum. Í lok nóvember sl. birti ég grein ásamt prófessor í læknisfræði, þar sem við útskýrðum að ekki væru vísindaleg rök fyrir slíkri mismunun, heldur byggi hugmyndin öllu heldur á skilningsleysi. Undanfarið hefur enn og aftur borið á þessari umræðu. Talsmenn þessarar stefnu bera oft fyrir sig þau rök að önnur lönd hafi farið þessa leið, líkt og það réttlæti sömu aðgerð hérlendis. Tímasetning umræðunnar er hins vegar sérstaklega undarleg að sinni, því meðan sumir Íslendingar vilja taka upp bóluefnapassa vilja önnur lönd hætta notkun þeirra. Cyrille Cohen er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri við Bar Ilan háskóla í Ísrael, og meðlimur í ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar um bóluefni við kórónuveirunni. Í nýlegu viðtali útskýrði hann að þar sem bóluefnin veittu orðið litla vörn gegn smiti væri eini tilgangur bóluefnapassa að þrýsta á fólk að láta bólusetja sig. Hann vill hins vegar meina að bóluefnapassar eigi ekki lengur við í þessari Omicron bylgju og sér ekki tilgang í því að halda notkun þeirra áfram. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bóluefnin veita minni vörn gegn Omicron en fyrri afbrigðum. Omicron veldur síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Þá er það svo smitandi að útskúfun lítils hóps úr samfélaginu mun hafa lítil áhrif á útbreiðslu veirunnar á þessari stundu. Að sama skapi telur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, forsendur til að mismuna óbolusettum ekki vera jafn sterkar og áður. Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, vinnur að því með öðrum að leggja niður bóluefnapassa. Hann segir að margir sérfræðingar séu sammála um að það séu hvorki læknisfræðileg né faraldsfræðileg rök fyrir passanum. Hann segir að passinn skaði atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýti hann undir ofsahræðslu meðal almennings. Á sama tíma virðast sumir Íslendingar halda að þessir passar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hvernig væri að horfa á reynslu annarra ríkja? Þeir sem vilja bjarga efnahaginum ættu kannski frekar að líta til Flórída, Texas og fleiri ríkja vestanhafs þar sem fólk er ekki heltekið af ótta, og ferðaþjónusta og efnahagslíf blómstra fyrir vikið. Írar hafa hætt flestöllum sóttvarnaraðgerðum, þ.m.t. framvísun bóluefnapassa á viðburðum innanhúss. Fjöldi annarra landa stefna að því að aflétta öllu. Þann 26. janúar ætla Bretar að fara sömu leið, og leggja þar með niður bóluefnapassann sem þeir tóku í notkun fyrir rúmum mánuði. Kostnaður og fyrirhöfn við að taka svona passa í notkun er gríðarlegur en þetta entist ekki lengi hjá Bretunum. Þjóðir hafa tekið upp bóluefnapassa í þeim tilgangi að þrýsta á fólk til að láta bólusetja sig. Þeir hafa verið teknir í notkun þegar stór hluti almennings var enn óbólusettur. Þá voru skæðari afbrigði í umferð, auk þess sem bóluefnin veittu meiri vörn gegn þeim afbrigðum en Omicron. Þótt erlendum stjórnvöldum hafi þótt ákvörðunin rökrétt á sínum tíma, þýðir það ekki að hún sé rétt fyrir Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur að upp undir helmingur Evrópubúa muni smitast af Omicron á næstu vikum. Það mun stuðla vel að hjarðónæmi í samfélaginu. Hérlendis eru rúmlega 90% fullorðinna bólusettir. Hinir hafa nú þegar smitast eða munu gera það á næstu vikum, og verða því vel varðir gegn endursmiti. Jafnvel þótt bóluefnapassar gerðu gagn, tæki því ekki að taka þá upp á þessari stundu. Faraldurinn gæti vel verið á undanhaldi. Reynum að forðast feilspor á lokametrunum. Höfundur er BS í verkfræði.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar