Þurfa að aflétta króatísku bölvuninni Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 10:00 Domagoj Duvnjak hefur oft reynst Íslandi erfiður í gegnum árin en er ekki með Króötum á EM vegna bakmeiðsla. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Ef að Ísland ætlar að taka stórt skref í átt að undanúrslitum á EM í handbolta í dag þarf liðið að gera nokkuð sem Ísland hefur aldrei gert á stórmóti – vinna Króatíu. Ísland og Króatía hafa sjö sinnum mæst á stórmóti í gegnum tíðina og aldrei hefur Ísland fagnað sigri. Króatar hafa unnið sex leiki og liðin einu sinni gert jafntefli, á Evrópumótinu í Austurríki 2010 þegar Ísland náði sínum besta árangri á EM með því að vinna brons. Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía Gengi Króatíu, sem vann silfur á EM fyrir tveimur árum, það sem af er EM í ár gefur hins vegar ákveðna von um að bölvun íslenska liðsins verði aflétt í dag. Þeir hafa lent í kórónuveirusmitum, þó ekki eins illa og Íslendingar, og verið án sinnar stærstu stjörnu, Domagoj Duvnjak, vegna bakmeiðsla. Króatar eru án stiga í milliriðli 1, eftir óvænt 32-26 tap gegn Svartfjallalandi og svo frekar naumt tap gegn Danmörku á laugardaginn, 27-25. Í byrjun móts töpuðu þeir 27-22 gegn Frökkum. Króatar nánast fastagestir í undanúrslitum Króatar hafa lengi verið í allra fremstu röð í handbolta þó að gullverðlaunin hafi skort síðustu sautján ár, en þeir urðu Ólympíumeistarar 1996 og 2004, og heimsmeistarar 2003. Þeir unnu silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, eftir 22-20 tap gegn Spáni í úrslitaleik. Leikstjórnandinn töfrandi Domagoj Duvnjak var valinn maður mótsins en missir af mótinu í ár vegna fyrrnefndra bakmeiðsla. Íslendingar þurfa að reyna að hafa hemil á hinum magnaða Luka Cindric, sem var liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, sem stýrir sóknarleik Króata.Getty/Sven Hoppe Versta niðurstaða Króatíu á síðustu níu Evrópumótum, eða frá og með EM 2004, er 5. sæti á heimavelli árið 2018. Á átta af síðustu níu Evrópumótum hefur Króatía sem sagt komist í undanúrslit, og þrisvar í úrslitaleikinn þar sem liðið hefur þó alltaf tapað. Alls hefur Króatía unnið þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í sögu EM. Nú þegar er hins vegar ljóst að Króatía kemst ekki í undanúrslit á EM í ár, og aðeins ef allt gengur að óskum þess getur liðið í besta falli leikið um 5. sæti á mótinu. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Ísland og Króatía hafa sjö sinnum mæst á stórmóti í gegnum tíðina og aldrei hefur Ísland fagnað sigri. Króatar hafa unnið sex leiki og liðin einu sinni gert jafntefli, á Evrópumótinu í Austurríki 2010 þegar Ísland náði sínum besta árangri á EM með því að vinna brons. Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía Gengi Króatíu, sem vann silfur á EM fyrir tveimur árum, það sem af er EM í ár gefur hins vegar ákveðna von um að bölvun íslenska liðsins verði aflétt í dag. Þeir hafa lent í kórónuveirusmitum, þó ekki eins illa og Íslendingar, og verið án sinnar stærstu stjörnu, Domagoj Duvnjak, vegna bakmeiðsla. Króatar eru án stiga í milliriðli 1, eftir óvænt 32-26 tap gegn Svartfjallalandi og svo frekar naumt tap gegn Danmörku á laugardaginn, 27-25. Í byrjun móts töpuðu þeir 27-22 gegn Frökkum. Króatar nánast fastagestir í undanúrslitum Króatar hafa lengi verið í allra fremstu röð í handbolta þó að gullverðlaunin hafi skort síðustu sautján ár, en þeir urðu Ólympíumeistarar 1996 og 2004, og heimsmeistarar 2003. Þeir unnu silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, eftir 22-20 tap gegn Spáni í úrslitaleik. Leikstjórnandinn töfrandi Domagoj Duvnjak var valinn maður mótsins en missir af mótinu í ár vegna fyrrnefndra bakmeiðsla. Íslendingar þurfa að reyna að hafa hemil á hinum magnaða Luka Cindric, sem var liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, sem stýrir sóknarleik Króata.Getty/Sven Hoppe Versta niðurstaða Króatíu á síðustu níu Evrópumótum, eða frá og með EM 2004, er 5. sæti á heimavelli árið 2018. Á átta af síðustu níu Evrópumótum hefur Króatía sem sagt komist í undanúrslit, og þrisvar í úrslitaleikinn þar sem liðið hefur þó alltaf tapað. Alls hefur Króatía unnið þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í sögu EM. Nú þegar er hins vegar ljóst að Króatía kemst ekki í undanúrslit á EM í ár, og aðeins ef allt gengur að óskum þess getur liðið í besta falli leikið um 5. sæti á mótinu.
Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira