Maðurinn hafði falið sig í lendingarbúnaði vélarinnar og þykir með ólíkindum að hann hafi lifað svo langt ferðalag af, sökum ískulda og lágs loftþrýstings.
Um flutningavél var að ræða og fannst maðurinn í framhjóli vélarinnar. Hann var fluttur á sjúkrahús og mun vera í stöðugu ástandi.
Óljóst er hvort hann kom sér um borð í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, eða í Naíróbí í Kenýa.