Ásakanir um kynferðisbrot - Í góðri trú eða ekki? Eva Hauksdóttir skrifar 23. janúar 2022 15:00 Nýlegur dómur héraðsdóms Norðurlands eystra í ærumeiðingamáli hefur vakið nokkra athygli. Í hnotskurn er niðurstaðan sú að stefnda var ekki talin hafa farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns með því að saka pilt um það á samfélagsmiðli að hafa nauðgað sér. Aftur á móti voru ómerkt orð hennar gagnvart sama manni um að hann hefði nauðgað annarri stúlku. Það sem er athyglisvert við þennan dóm er að hér kemur svo glögglega í ljós að réttarstaða þess sem tjáir sig veltur á því hvort viðkomandi var í góðri trú um orð sín eða ekki. Í skilningi laga flokkast það ekki sem góð trú að fullyrða eitthvað sem maður hefur engar engar heimildir fyrir aðrar en einhliða frásögn annarra. Það er ekki góð trú í lagalegum skilningi að trúa brotaþola. Þeir sem trúa brotaþolum af prinsippástæðum mega ekki básúna eitthvað um sekt manns á internetinu. Staðan er allt önnur ef tjáningin snýst um eigin reynslu eða atvik sem maður varð vitni að eða hefur sannanir fyrir. Það er ekki saknæmt eða skaðabótaskylt að segja frá því sem maður veit eða telur sig með réttu vita. Það telst góð trú í skilningi laga ef maður hefur sannanir fyrir því sem maður heldur fram og eins er það góð trú að skýra frá eigin reynslu. Þetta er ekkert nýtt enda hef ég margsinnis bent á þetta t.d. hér og hér. Það er aftur á móti óvenjulegt að í sama máli reyni bæði tjáningu um eigin reynslu og fullyrðingar um atvik sem mælandinn getur ekkert vitað um. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um góða trú Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ítrekað staðfest þann skilning að þegar mælandi sem sakar aðra um refsivert, eða ósiðlegt hátterni lýsir persónulegri reynslu eða byggir á trúverðugum gögnum, er almennt talið að hann sé í góðri trú. Ef maður vill hafa frásögn eftir brotaþola skiptir öllu máli hvort maður getur sýnt fram á að hafa kynnt sér málið almennilega og hvort sá sem tjáir sig hefur beint eftir orð annarra eða hvort maður er að bera út sögur. Blaðamenn njóta almennt ríkara frelsis en einstaklingar til að hafa eftir frásagnir annarra enda eru gerðar til þeirra rannsóknarkröfur. Þegar eitthvað er haft beint eftir brotaþola þá getur það firrt þann sök sem endursegir söguna. Eftirfarandi dæmi ættu að varpa ljósi á stöðuna. Eigin reynsla Kanellopoulou gegn Grikklandi (31. mars 2008) Kærandi hafði verið sakfelld fyrir ærumeiðingar eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum á all-dólgslegan hátt um fegrunaraðgerðir sem hún hafði undirgengist og höfðu alvarlegar aukaverkanir. Hún hafði stefnt lækninum til greiðslu skaðabóta en það mál var enn fyrir dómi þegar dómur MDE féll. MDE sagðist ekki geta skorið úr um mál milli kæranda og læknisins en að hún hefði verið að tjá sína eigin reynslu og ekkert benti til annars en að hún hefði verið í góðri trú um að læknirinn bæri ábyrgð á ástandi hennar (§ 39). Mælandinn er vitni eða hefur sannanir Tölle gegn Króatíu (10. des. 2020)Kærandi var forstjóri kvennaathvarfs. Hún hafði verið sakfelld fyrir ærumeiðingar þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti til að svara ásökunum um að hafa aðstoðað konu við barnsrán. Hún fullyrti að maðurinn sem sakaði hana um barnsrán hefði beitt barnsmóður sína ofbeldi. Talið var að kærandi hefði verið í góðri trú enda hafði konan dvalið í athvarfinu í marga mánuði og nokkur vitni voru að því að lögregla hafði haft afskipti af heimilinu vegna meints ofbeldis mannsins gagnvart barnsmóður sinni (§ 46). Niðurstaða MDE var því að með sakfellingu hefði verið brotið gegn tjáningarfrelsi hennar. Endursögn Hér skiptir máli hvort rannsóknarskyldu hefur verið fullnægt. Ólafsson gegn Íslandi (16. júní 2017) Kærandi var útgefandi fréttamiðils sem hafði birt frétt þar sem frambjóðandi til stjórnlagaþings var sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Hæstiréttur hafði dæmt þau orð dauð og ómerk og sneri útgefandinn sér því til MDE. Dómstóllinn benti sérstaklega á að sá sem taldi misgert við sig hefði getað beint kröfum sínum að systrunum sem blaðamaður hafði sögurnar eftir (§ 60) en þess í stað stefndi hann fjölmiðlinum. Blaðamaðurinn hafði að mati MDE sinnt rannsóknarskyldu sinni af trúmennsku. Því hefði verið brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanns með dómi Hæstaréttar. Til samanburðar: Egill Einarsson gegn Íslandi (7. nóv. 2017) Kærandi hafði verið kærður til lögreglu fyrir nauðgun en málið var fellt niður og engin ákæra gefin út. Engu að síður varð kærandi fyrir því að vera kallaður "rapist bastard" á samfélagsmiðli. MDE tók fram að ummæli um Egil sem nauðgara hefðu fallið eftir að ákæruvaldið hafði vísað nauðgunarkæru frá og í því samhengi (§ 51). M.a. þessvegna teldust ummælin ærumeiðandi. Hæstiréttur hafði áður vísað til þess sama í seinna ærumeiðingamáli Egils (Hrd. 215/2014). Þar taldi Hæstiréttur að enda þótt ekki yrði gengið svo langt að telja gerandann hafa borið út aðdróttun gegn betri vitund, hefði hún fullyrt um sekt Egils eftir að málið var fellt niður og því ekki haft ástæðu til að telja ummælin sannleikanum samkvæm. Þannig er ekki bara saknæmt að ljúga blákalt upp á aðra heldur verður maður að hafa góða ástæðu til að telja ásökunina sannleikanum samkvæma til þess að réttmætt sé að hafa hana í frammi. Þurfa almennir borgarar að virða regluna saklaus uns sekt er sönnuð? Niðurstöður Mannréttindadómstólsins í málum þar sem reynir á mörk tjáningarfrelsis og æruverndar sýna að reglan "saklaus uns sekt er sönnuð" nær ekki aðeins til opinberra aðila heldur þarf hinn almenni borgari að stilla sig um að ásaka náunga sinn um hegningarlagabrot á opinberum vettvangi án þess að vita neitt um málið. Þar fyrir er hinum almenna borgara að sjálfsögðu frjálst að trúa hverju sem hann vill upp á aðra og hafna viðskiptum og samneyti við þá að eigin vali. Hvort almenn trú manna á orðum þeirra sem lýsa kynferðisbrotum eða annarri refsiverðri háttsemi í sinn garð réttlætir herferðir þar sem hvatt er til félagslegrar útskúfunar er annað mál. Hin síðustu ár hefur borið á tilraunum til að fara fram hjá lögum með herferðum þar sem engin bein ásökun er höfð uppi berum orðun en þó öllum ljóst að átt er við ofbeldi eða ósæmilega hegðun. Þessar herferðir beinast að nafngreindum mönnum eða þá að birtar eru persónugreinanlegar upplýsingar svo öllum sé nú ljóst hverjir skuli sæta ofsóknum eða útskúfun. Slíkt er aðdróttun í skilningi laga. Aðdróttanir varða ekki aðeins skaðabótum heldur eru þær refsiverðar að lögum. Það er svo annað mál að hvorki lögregla né dómstólar taka ærumeiðingar alvarlega. Yfirlýsingar á opinberum vettvangi um að einhver hafi brotið af sér fela í sér hvatningu til annarra um að bera þá aðdróttun út. Þótt slík brot væru tekin alvarlega væri sönnunarstaðan í mörgum tilvikum erfið þegar fólk sameinast um það í tuga- eða hundraðatali að saka samborgara sinn um svívirðilega hegðun. Er réttarríkið í hættu? Ég hef engar áhyggjur af því að einstaka ófrægingarherferð vegi að rótum réttarríkisins. Það er aftur á móti ástæða til að staldra við þegar fjölmiðlar, fulltrúar opinberra stofnana og stórfyrirtækja, stjórnmálamenn og lögfræðingar, tjá sig eins og #metoo sé einhverskonar réttarheimild, með samskonar gildi og lög og dómar. Svo er einfaldlega ekki. Tíðarandinn gefur þó fullt tilefni til að vera á varðbergi gagnvart eineltisherferðum í garð einstaklinga. Herferðir sem hafa það að markmiði að refsa mönnum fyrir ósannaðar sakir, án aðkomu réttarkerfisins, eru meira en nógu margar til að gefa fjölmiðlum tilefni til að leiðrétta áróður um að konur sem skýra frá ofbeldi gegn sér eigi yfir höfði sér dóma um meiðyrði. Þau ósannindi eru nefnilega ein helsta réttlæting netdólganna sem standa fyrir þessum útskúfunarherferðum. Kannski er líka tímabært að alþingismenn fari skoða möguleikana á löggjöf gegn dómstólum internetsins. Hlít - lögmannsstofa heldur úti bloggi þar sem m.a. er að finna fjölda pistla um mörk tjáningarfrelsis og æruverndar. Útdrættir úr völdum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu eru til í íslenskri þýðingu á vef Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Kynferðisofbeldi Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Nýlegur dómur héraðsdóms Norðurlands eystra í ærumeiðingamáli hefur vakið nokkra athygli. Í hnotskurn er niðurstaðan sú að stefnda var ekki talin hafa farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns með því að saka pilt um það á samfélagsmiðli að hafa nauðgað sér. Aftur á móti voru ómerkt orð hennar gagnvart sama manni um að hann hefði nauðgað annarri stúlku. Það sem er athyglisvert við þennan dóm er að hér kemur svo glögglega í ljós að réttarstaða þess sem tjáir sig veltur á því hvort viðkomandi var í góðri trú um orð sín eða ekki. Í skilningi laga flokkast það ekki sem góð trú að fullyrða eitthvað sem maður hefur engar engar heimildir fyrir aðrar en einhliða frásögn annarra. Það er ekki góð trú í lagalegum skilningi að trúa brotaþola. Þeir sem trúa brotaþolum af prinsippástæðum mega ekki básúna eitthvað um sekt manns á internetinu. Staðan er allt önnur ef tjáningin snýst um eigin reynslu eða atvik sem maður varð vitni að eða hefur sannanir fyrir. Það er ekki saknæmt eða skaðabótaskylt að segja frá því sem maður veit eða telur sig með réttu vita. Það telst góð trú í skilningi laga ef maður hefur sannanir fyrir því sem maður heldur fram og eins er það góð trú að skýra frá eigin reynslu. Þetta er ekkert nýtt enda hef ég margsinnis bent á þetta t.d. hér og hér. Það er aftur á móti óvenjulegt að í sama máli reyni bæði tjáningu um eigin reynslu og fullyrðingar um atvik sem mælandinn getur ekkert vitað um. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um góða trú Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ítrekað staðfest þann skilning að þegar mælandi sem sakar aðra um refsivert, eða ósiðlegt hátterni lýsir persónulegri reynslu eða byggir á trúverðugum gögnum, er almennt talið að hann sé í góðri trú. Ef maður vill hafa frásögn eftir brotaþola skiptir öllu máli hvort maður getur sýnt fram á að hafa kynnt sér málið almennilega og hvort sá sem tjáir sig hefur beint eftir orð annarra eða hvort maður er að bera út sögur. Blaðamenn njóta almennt ríkara frelsis en einstaklingar til að hafa eftir frásagnir annarra enda eru gerðar til þeirra rannsóknarkröfur. Þegar eitthvað er haft beint eftir brotaþola þá getur það firrt þann sök sem endursegir söguna. Eftirfarandi dæmi ættu að varpa ljósi á stöðuna. Eigin reynsla Kanellopoulou gegn Grikklandi (31. mars 2008) Kærandi hafði verið sakfelld fyrir ærumeiðingar eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum á all-dólgslegan hátt um fegrunaraðgerðir sem hún hafði undirgengist og höfðu alvarlegar aukaverkanir. Hún hafði stefnt lækninum til greiðslu skaðabóta en það mál var enn fyrir dómi þegar dómur MDE féll. MDE sagðist ekki geta skorið úr um mál milli kæranda og læknisins en að hún hefði verið að tjá sína eigin reynslu og ekkert benti til annars en að hún hefði verið í góðri trú um að læknirinn bæri ábyrgð á ástandi hennar (§ 39). Mælandinn er vitni eða hefur sannanir Tölle gegn Króatíu (10. des. 2020)Kærandi var forstjóri kvennaathvarfs. Hún hafði verið sakfelld fyrir ærumeiðingar þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti til að svara ásökunum um að hafa aðstoðað konu við barnsrán. Hún fullyrti að maðurinn sem sakaði hana um barnsrán hefði beitt barnsmóður sína ofbeldi. Talið var að kærandi hefði verið í góðri trú enda hafði konan dvalið í athvarfinu í marga mánuði og nokkur vitni voru að því að lögregla hafði haft afskipti af heimilinu vegna meints ofbeldis mannsins gagnvart barnsmóður sinni (§ 46). Niðurstaða MDE var því að með sakfellingu hefði verið brotið gegn tjáningarfrelsi hennar. Endursögn Hér skiptir máli hvort rannsóknarskyldu hefur verið fullnægt. Ólafsson gegn Íslandi (16. júní 2017) Kærandi var útgefandi fréttamiðils sem hafði birt frétt þar sem frambjóðandi til stjórnlagaþings var sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Hæstiréttur hafði dæmt þau orð dauð og ómerk og sneri útgefandinn sér því til MDE. Dómstóllinn benti sérstaklega á að sá sem taldi misgert við sig hefði getað beint kröfum sínum að systrunum sem blaðamaður hafði sögurnar eftir (§ 60) en þess í stað stefndi hann fjölmiðlinum. Blaðamaðurinn hafði að mati MDE sinnt rannsóknarskyldu sinni af trúmennsku. Því hefði verið brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanns með dómi Hæstaréttar. Til samanburðar: Egill Einarsson gegn Íslandi (7. nóv. 2017) Kærandi hafði verið kærður til lögreglu fyrir nauðgun en málið var fellt niður og engin ákæra gefin út. Engu að síður varð kærandi fyrir því að vera kallaður "rapist bastard" á samfélagsmiðli. MDE tók fram að ummæli um Egil sem nauðgara hefðu fallið eftir að ákæruvaldið hafði vísað nauðgunarkæru frá og í því samhengi (§ 51). M.a. þessvegna teldust ummælin ærumeiðandi. Hæstiréttur hafði áður vísað til þess sama í seinna ærumeiðingamáli Egils (Hrd. 215/2014). Þar taldi Hæstiréttur að enda þótt ekki yrði gengið svo langt að telja gerandann hafa borið út aðdróttun gegn betri vitund, hefði hún fullyrt um sekt Egils eftir að málið var fellt niður og því ekki haft ástæðu til að telja ummælin sannleikanum samkvæm. Þannig er ekki bara saknæmt að ljúga blákalt upp á aðra heldur verður maður að hafa góða ástæðu til að telja ásökunina sannleikanum samkvæma til þess að réttmætt sé að hafa hana í frammi. Þurfa almennir borgarar að virða regluna saklaus uns sekt er sönnuð? Niðurstöður Mannréttindadómstólsins í málum þar sem reynir á mörk tjáningarfrelsis og æruverndar sýna að reglan "saklaus uns sekt er sönnuð" nær ekki aðeins til opinberra aðila heldur þarf hinn almenni borgari að stilla sig um að ásaka náunga sinn um hegningarlagabrot á opinberum vettvangi án þess að vita neitt um málið. Þar fyrir er hinum almenna borgara að sjálfsögðu frjálst að trúa hverju sem hann vill upp á aðra og hafna viðskiptum og samneyti við þá að eigin vali. Hvort almenn trú manna á orðum þeirra sem lýsa kynferðisbrotum eða annarri refsiverðri háttsemi í sinn garð réttlætir herferðir þar sem hvatt er til félagslegrar útskúfunar er annað mál. Hin síðustu ár hefur borið á tilraunum til að fara fram hjá lögum með herferðum þar sem engin bein ásökun er höfð uppi berum orðun en þó öllum ljóst að átt er við ofbeldi eða ósæmilega hegðun. Þessar herferðir beinast að nafngreindum mönnum eða þá að birtar eru persónugreinanlegar upplýsingar svo öllum sé nú ljóst hverjir skuli sæta ofsóknum eða útskúfun. Slíkt er aðdróttun í skilningi laga. Aðdróttanir varða ekki aðeins skaðabótum heldur eru þær refsiverðar að lögum. Það er svo annað mál að hvorki lögregla né dómstólar taka ærumeiðingar alvarlega. Yfirlýsingar á opinberum vettvangi um að einhver hafi brotið af sér fela í sér hvatningu til annarra um að bera þá aðdróttun út. Þótt slík brot væru tekin alvarlega væri sönnunarstaðan í mörgum tilvikum erfið þegar fólk sameinast um það í tuga- eða hundraðatali að saka samborgara sinn um svívirðilega hegðun. Er réttarríkið í hættu? Ég hef engar áhyggjur af því að einstaka ófrægingarherferð vegi að rótum réttarríkisins. Það er aftur á móti ástæða til að staldra við þegar fjölmiðlar, fulltrúar opinberra stofnana og stórfyrirtækja, stjórnmálamenn og lögfræðingar, tjá sig eins og #metoo sé einhverskonar réttarheimild, með samskonar gildi og lög og dómar. Svo er einfaldlega ekki. Tíðarandinn gefur þó fullt tilefni til að vera á varðbergi gagnvart eineltisherferðum í garð einstaklinga. Herferðir sem hafa það að markmiði að refsa mönnum fyrir ósannaðar sakir, án aðkomu réttarkerfisins, eru meira en nógu margar til að gefa fjölmiðlum tilefni til að leiðrétta áróður um að konur sem skýra frá ofbeldi gegn sér eigi yfir höfði sér dóma um meiðyrði. Þau ósannindi eru nefnilega ein helsta réttlæting netdólganna sem standa fyrir þessum útskúfunarherferðum. Kannski er líka tímabært að alþingismenn fari skoða möguleikana á löggjöf gegn dómstólum internetsins. Hlít - lögmannsstofa heldur úti bloggi þar sem m.a. er að finna fjölda pistla um mörk tjáningarfrelsis og æruverndar. Útdrættir úr völdum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu eru til í íslenskri þýðingu á vef Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar