Að mæta sinni skuggamynd á að vera félagsleg staðreynd Ástþór Ólafsson skrifar 21. janúar 2022 15:31 Ég hef áður skrifa greinar um eftirfarandi mál hér og hér. Þetta eru vissulega eitt af þeim mörgu málum sem ég velti fyrir mér, við og við, enda hef ég reynt að skilja af hverju eru karlmenn að beita konum andlegu eða líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Þetta gerist vitaskuld á báða bóga en við þurfum að skilja fyrst af hverju karlmenn hafa tilhneigingu til að beita slíkri ofbeldishegðun áður en við förum að rannsaka af hverju konur gera slíkt. Enda hefur þróun mannsandans sýnt fram á að þessi hegðun hjá karlmönnum spannar margar aldir aftur í tímann en varðandi af hverju konur beita ofbeldi í einhverri mynd er nýrra á nálinni. En það sem snýr að karllægu hliðinni hef ég fjallað um heimspekinginn Sören Kierkegaard, geðlækninn og sálgreinandann Sigmund Freud og heimspekinginn Michel Foucault sem hafa sett fram ákveðnar kenningar um hvað liggur þarna að baki og hvað hefur þróast út frá þessu. En núna ætla ég að skrifa um Émile Durkheim og Carl Jung til að reyna að skilja þetta betur og kafa dýpra ofan í saumana. En ég ætla að leggja meiri áherslur á kynferðislegt áreitni eða ofbeldi en vissulega hefur annars konar ofbeldi tengingu þarna við. Þarfafleiðandi ætla ég að skoða hvernig svona kynferðisbrota menning verður til og líka hvernig gerendur geta farið að vinna í sínum málum háð og óháð menningunni enda hefur það legið meira á þolendum í gegnum tíðina að taka þann slag. Núna undanfarnar vikur, mánuði og undanfarin ár hefur umræðan um kynferðislegt áreitni eða ofbeldi verið að styrkjast þannig þröskuldurinn fyrir meðvitund og viðhorfi gagnvart þessari ofbeldishegðun eða að beita slíkri hegðun hefur hækkað töluvert. Þjóðfélagið er orðið meira meðvitað um þessa hugsun og hegðun sem hefur verið að eiga sér stað bak við luktar dyr en er núna komin inn á heimilin með afgerandi hætti. Enda með tilkomu internetsins og samfélagsmiðlunum þá hefur færst meiri auki í að þolendur kynferðislegs áreitis eða ofbeldis hafi öðlast vettvang sem þau geta notfært sér til að stíga fram og tala hátt um þessi mál. Það hefur gefið öðrum þolendum aukna orku og kraft til að stíga fram með sín mál sem hefur gert það að verkum að keðjuverkun hefur farið af stað. Á sama tíma hefur þjóðfélagið verið að reyna skilja af hverju manneskjan er að beita annarri manneskju kynferðislegu áreitni eða ofbeldi? Hvað liggur þarna á bakvið? Fór eitthvað úrskeiðis í uppeldi hjá þessum manneskjum? Á hvaða tímapunkti telur manneskjan að þetta sé viðeigandi að beita slíkri hegðun? Hefur manneskjan verið að stunda þetta í langan tíma eða er þetta einhverskonar stundabrjálæði? Er þetta menning hjá ákveðnum hópi þar sem siðferðið fær að fjúka út um gluggann? Hvernig verður þessi menning til? Á sama tíma er verið að velta fyrir sér hvernig getum við aðstoðað gerendur í svona máli þannig að þeir hætti að stunda þessa hugsun að hegðun? Með þessu ætla ég bæði að skoða hvernig verður svona menning til og hvað geta gerendur sem beita slíkri hegðun gert til að vinna sig frá svona menningu og tekið á sínum málum með fastari tökum. Félagsleg staðreynd Félagsfræðingurinn Émile Durkheim setti fram kenningu við upphaf 20. aldarinnar um félagslega staðreynd (e. social facts) (Gestur Guðmundsson, 2012). Durkheim vildi meina að allt hefði sína félagslegu virkni hvort sem það væri gott eða vond í sínu eðli eins og pólitísk spilling, vændi, eiturlyfjasala, kynferðisbrot o.s.frv. Ástæðan af hverju hann taldi að þetta væri svo er að hann sá að þetta hafi allt sinn tilgang í samfélaginu eins og pólitísk spilling þá voru menn að hagræða einhverjum samningum sem fól í sér fjármagnslegan gróða. Með vændi (umræðan um kynferðisbrot ný á nálinni á þessum tíma) þá voru einhverjir aðilar líka að græða og sama með eiturlyfjasölu. En hann var þá ekki að meina að þetta allt ætti að vera í samfélaginu heldur horfði hann að ástæðan af hverju þetta raungerist eru gildi, viðmið og siðferði. Að gildi sem væru rótgróin í samfélög sem ákveðnir aðilar innan hóps væru búnir að setja sér eins og að auðgast á kostnað annarra, lög og reglur eru til að brjóta, aðeins þeir sterku lifa af (þessi einstaklingshyggja) o.s.frv. myndi hafa þessi áhrif sem myndi endurspeglast í viðmiðunum og siðferðinu. Þannig samfélaginu var stillt upp þannig að þessi virkni ætti sér stað samkvæmt gildum, viðmiðum og siðferði. Þar með þá taldist það ekkert vera mikið mál ef manneskjan væri að sveigja framhjá öllu til þess eins að viðhalda virkni samfélagsins. Það væri hvort sem er félagsleg staðreynd. En viðleitni í rannsókn hjá Durkheim á sér stað á þeim tíma þegar manneskjan var lítið búin að velta fyrir sér gagnvirkni samfélagsins á þennan máta. Að mæta sinni skuggamynd Um svipað leyti eða rétt á eftir kemur fram geðlæknirinn og sálgreinandinn Carl Jung en hann velti hugmynd Freud og Durkheim fyrir sér hvað varðar sjálfið, meðvitund og dulvitund og félagslegri staðreynd. Jung taldi að fræðimenn væru búnir að leggja einum of mikla áherslu á sjálf manneskjunnar og væri tíminn til kominn að velta fyrir sér sjálfinu sem myndast innan hópsins. Það vissulega mundi tengjast manneskjunni sjálfri en þessi hópvitund myndi búa til öðruvísi sjálf sem væri tengt menningu sem manneskjan sjálf myndi sennilega ekki standa fyrir óháð hópnum eða menningunni. Hann talaði um einhverskonar samfélagslega dulvitund (e. collective unconscious) sem bæri með sér ákveðna dulvitund innan samfélagsins en meðvitund innan hópsins sem ætti sér stað eins og trúar menning, kynferðisbrota menning o.s.frv. (Jung, Storr, og Beebe, 2013). Að þarna voru manneskjur búnar að samþykkja gildi, viðmið og siðferði fyrir tiltekinni hegðun sem býr til ákveðið andrúmsloft innan menningarinnar. Þarna er hægt að horfa á kenningu Durkheims um félagslega staðreynd að þessi menning sem er samþykkt verður að einhverskonar staðfestu hvað varðar gildi, viðmið og siðferði. En Durkheim rannsakaði eingöngu þessa félagslegu staðreynd á meðan Jung rannsakaði hvernig væri hægt að uppræta svona menningu og hvað þyrfti manneskjan sjálf að gera til að fjarlæga sig frá svona menningu eða öllu heldur vinna í sínum málum. Hann taldi að manneskjan þyrfti að mæta sinni skuggamynd (e. shadow) með því að horfa á sína veikleika, vera meðvituð um þessa veikleika og vinna á þeim. Þessi dulvitund að meðvitund bæði hjá manneskjunni og hópnum í menningunni ætti að vera ögrað þannig að gildi, viðmið og siðferði yrði snúið upp á þannig að leifarnar myndu skjótast í allar áttir og krefjast endurröðunar. Þar myndi manneskjan hefja sitt uppbyggingarferli við að nálgast sinn manneskjulega þátt sem væri að samræma dulvitund og meðvitund og nota það til að lagfæra sína veikleika. Þarna í þessu ferli yrði manneskjan veikburða enda að horfa í augun á óttanum þar sem sársaukinn nístir inn að beinum er fráhrindandi en þar liggja mörkin fyrir áskoruninni. Ef manneskjan ætlar að taka einhverja svona miðlungs leið eða „willy nilly“ háttsemi þá kæmi dulvitundin aftan að manneskjunni og myndi rifsa öll völd af henni. Þetta er ekkert ósvipað að berjast við ímyndaðan dreka sem spúir eldi og er að reyna að bæði grilla þig og éta þig í leiðinni. En manneskjan þarf að leyfa drekanum að éta sig og fara ofan í meltingarfæri drekans og byrja að tæta þau í sig þannig að drekinn deyr að innan ekki utan. En þetta er vissulega erfitt ferli en svo á sama tíma líka erfitt að verða vitni af sjálfum sér eða sérstaklega að verða opinberaður í óæskilegum athöfnum eins og kynferðislegu áreitni eða ofbeldi sem gerandi þar sem gerandinn verður skömmustulegur, lítil í sér og væri til að hverfa um stund. En það er einmitt það sem gerandinn þarf til að afhjúpa sína veikleika og verða berskjaldaður gagnvart sjálfum sér í leit að svörum til að styrkja sig með betri hætti eða bæta sína hegðun. Jung tók viðeigandi dæmi máli sér til stuðnings eins og manneskja sem elst upp við kristinleg gildi, viðmið og siðferði. Þegar fer að líða á fer henni að finnst þetta vera á skjön við sína hugsun og hegðun og þær afleiðingar sem tengjast. Eins og kristinn trú hefur sýnt í sögunni mikið um morð, þrælahald, kúgun kvenna, fordómar gagnvart öðru fólki o.s.frv. Manneskjunni sem langar að breyta sinni hegðun þarf að ögra þessu formi vegna þess að þetta býr til þá menningu sem skapar ákveðin gildi, viðmið og siðferði sem manneskjunni finnst vera óviðeigandi og langar ekki að fylgja nánar. En aftur á móti þá getur þetta búið til mikla mótspyrnu fyrir manneskjuna og hún verður útskúfuð frá hópnum þannig einmanaleiki og veikleikar verða viðeigandi. En það er oft sem þarf eins og hvernig hættir manneskja að nota vímuefni? Það þarf að fjarlægjast þá sem nota vímuefnin til að geta sinnt breyttri hegðun og vinna eftir öðrum gildum, viðmiðum og siðferði. Að breyta félagslegri staðreynd og mæta sinni skuggamynd Ef við horfum til samfélagsins þar sem kynferðislegt áreitni og ofbeldi á sér stað þá hefur ákveðin menning skapast sem býr til tiltekið sjálf sem manneskjan tileinkar sér. Þarna verða til gildi, viðmið og siðferði sem manneskjan fer að rækta og vinna með. Það eitt og sér myndar samþykki fyrir þeirri hegðun sem viðgengst innan hópsins. Það getur verið eins og í kynferðisbrota menning sem snýst um að svala sínum grunnþörfum með því að brjóta og níðast á konum eða fólki almennt. Það skapar aðstæður og kringumstæður þar sem tiltekin manneskja verður þolandi í hrottalegum samskiptum sem er í flestum tilfellum ekki á hennar forsendum heldur hópsins eða gerandanum/gerendunum. Þarna verður til skuggamynd af þeirri manneskju sem brýtur á annarri manneskju og þar koma saman aðrar manneskjur með svipaða skuggamynd sem myndar þá þessa skuggamenningu. Þetta getur orðið til þess að manneskjurnar missa alla tengingu við gildi, viðmið og siðferði sem hefur verið talið sterkt og gott. En síðan getur manneskjan drifið áfram gildi, viðmið og siðferði sem samræmist skugga menningunni og þá er skuggamyndin að finna sína hliðstæðu. En skuggamenningin getur átt sína sjálfstæðu tilvist þar sem skuggamyndin kemur ekki eins sterkt fram í persónulegu lífi manneskjunnar. Að vera foreldri sem sinnir skyldum og stendur sína plikt í samfélaginu en er síðan alveg öfugt við það þegar kemur að skugga menningunni. En einhverstaðar byrjar þessi skuggamynd sem veltir á ýmsu. Þannig núna vitum við af þessari skuggamynd og þessari skuggamenningu enda hefur þetta verið að fljóta upp á yfirborðið hvort sem er horft á erlend eða íslenskt samhengi. En hvað varðar það íslenska þá má segja að sálfræðingum og geðlæknum sé verkefni fyrir höndum, til að mæta, á þeirri stærðargráðu sem þau hafa ekki áður kynnst. Enda hefur komið fram að þetta séu valdamiklir aðilar í þjóðfélaginu sem hafa sennilega meiri áhrif en sálfræðingar og geðlæknar þannig verður áhugavert að sjá hvernig þessu verður mætt. Verður sköpuð forsenda fyrir því að mæta sinni skuggamynd sem býr til aðra félagslega staðreynd? Eða verður þetta einum of nær sálfræðingum og geðlæknum þannig að ástæðan til að horfa fram hjá þessu verður sterkari en að horfa í ginnið á drekanum? Þessi menning er ekki að fara hverfa fyrr en manneskjurnar sem sinna þessari hegðun innan þessara menningu þurfa að mæta sinni skuggamynd. Þetta er eins með manneskjur sem takast á við kvíða, depurð, áfallastreitu eða aðrar geðrænar áskoranir sem þurfa einmitt að mæta þessu til að geta unnið úr sinni hugsun og hegðun. Draga úr einkennum og betrumbæta bjargræði sín til að geta mæta þessu með myndarlegum og rausnarlegum hætti. Þarna er það sama að eiga sér stað! Þolendur hverskyns ofbeldis hafa þurft að mæta sinni skuggamynd eða þeirri skuggamynd sem hefur myndast vegna gerenda/gerandanna í þessar skugga menningu. Þannig núna er tími geranda/gerandanna kominn að þeir mætti sinni skuggamynd, vinni í sinum veikleikum og betrumbæti sína hegðun. Þeir eru búnir að fá mikinn afslátt á meðan þolendur hafa þurft að greiða fullt verð eða langt umfram það. Þannig núna þurfa þolendur að fá sitt svigrúm og þá tilfinningu að þjóðfélaginu sé annt um þau enda hefur tilfinningin verið með andstæðum hætti í gegnum tíðina. Þannig núna verður áhugavert að sjá hvort að þöggun verður yfirsterkari eða hvort að tala upphátt fái sinn meðbyr sem þolendur hafa verið að sækjast eftir í áratugi. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Gestur Guðmundsson. (2012). Félagsfræði menntunar. Reykjavík: Skrudda. Jung, C.C., og Storr, A., og Beebe, J. (2013). The Essential Jung: Selected and and introduced by Anthony Storr. New Jersey: Princeton University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef áður skrifa greinar um eftirfarandi mál hér og hér. Þetta eru vissulega eitt af þeim mörgu málum sem ég velti fyrir mér, við og við, enda hef ég reynt að skilja af hverju eru karlmenn að beita konum andlegu eða líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Þetta gerist vitaskuld á báða bóga en við þurfum að skilja fyrst af hverju karlmenn hafa tilhneigingu til að beita slíkri ofbeldishegðun áður en við förum að rannsaka af hverju konur gera slíkt. Enda hefur þróun mannsandans sýnt fram á að þessi hegðun hjá karlmönnum spannar margar aldir aftur í tímann en varðandi af hverju konur beita ofbeldi í einhverri mynd er nýrra á nálinni. En það sem snýr að karllægu hliðinni hef ég fjallað um heimspekinginn Sören Kierkegaard, geðlækninn og sálgreinandann Sigmund Freud og heimspekinginn Michel Foucault sem hafa sett fram ákveðnar kenningar um hvað liggur þarna að baki og hvað hefur þróast út frá þessu. En núna ætla ég að skrifa um Émile Durkheim og Carl Jung til að reyna að skilja þetta betur og kafa dýpra ofan í saumana. En ég ætla að leggja meiri áherslur á kynferðislegt áreitni eða ofbeldi en vissulega hefur annars konar ofbeldi tengingu þarna við. Þarfafleiðandi ætla ég að skoða hvernig svona kynferðisbrota menning verður til og líka hvernig gerendur geta farið að vinna í sínum málum háð og óháð menningunni enda hefur það legið meira á þolendum í gegnum tíðina að taka þann slag. Núna undanfarnar vikur, mánuði og undanfarin ár hefur umræðan um kynferðislegt áreitni eða ofbeldi verið að styrkjast þannig þröskuldurinn fyrir meðvitund og viðhorfi gagnvart þessari ofbeldishegðun eða að beita slíkri hegðun hefur hækkað töluvert. Þjóðfélagið er orðið meira meðvitað um þessa hugsun og hegðun sem hefur verið að eiga sér stað bak við luktar dyr en er núna komin inn á heimilin með afgerandi hætti. Enda með tilkomu internetsins og samfélagsmiðlunum þá hefur færst meiri auki í að þolendur kynferðislegs áreitis eða ofbeldis hafi öðlast vettvang sem þau geta notfært sér til að stíga fram og tala hátt um þessi mál. Það hefur gefið öðrum þolendum aukna orku og kraft til að stíga fram með sín mál sem hefur gert það að verkum að keðjuverkun hefur farið af stað. Á sama tíma hefur þjóðfélagið verið að reyna skilja af hverju manneskjan er að beita annarri manneskju kynferðislegu áreitni eða ofbeldi? Hvað liggur þarna á bakvið? Fór eitthvað úrskeiðis í uppeldi hjá þessum manneskjum? Á hvaða tímapunkti telur manneskjan að þetta sé viðeigandi að beita slíkri hegðun? Hefur manneskjan verið að stunda þetta í langan tíma eða er þetta einhverskonar stundabrjálæði? Er þetta menning hjá ákveðnum hópi þar sem siðferðið fær að fjúka út um gluggann? Hvernig verður þessi menning til? Á sama tíma er verið að velta fyrir sér hvernig getum við aðstoðað gerendur í svona máli þannig að þeir hætti að stunda þessa hugsun að hegðun? Með þessu ætla ég bæði að skoða hvernig verður svona menning til og hvað geta gerendur sem beita slíkri hegðun gert til að vinna sig frá svona menningu og tekið á sínum málum með fastari tökum. Félagsleg staðreynd Félagsfræðingurinn Émile Durkheim setti fram kenningu við upphaf 20. aldarinnar um félagslega staðreynd (e. social facts) (Gestur Guðmundsson, 2012). Durkheim vildi meina að allt hefði sína félagslegu virkni hvort sem það væri gott eða vond í sínu eðli eins og pólitísk spilling, vændi, eiturlyfjasala, kynferðisbrot o.s.frv. Ástæðan af hverju hann taldi að þetta væri svo er að hann sá að þetta hafi allt sinn tilgang í samfélaginu eins og pólitísk spilling þá voru menn að hagræða einhverjum samningum sem fól í sér fjármagnslegan gróða. Með vændi (umræðan um kynferðisbrot ný á nálinni á þessum tíma) þá voru einhverjir aðilar líka að græða og sama með eiturlyfjasölu. En hann var þá ekki að meina að þetta allt ætti að vera í samfélaginu heldur horfði hann að ástæðan af hverju þetta raungerist eru gildi, viðmið og siðferði. Að gildi sem væru rótgróin í samfélög sem ákveðnir aðilar innan hóps væru búnir að setja sér eins og að auðgast á kostnað annarra, lög og reglur eru til að brjóta, aðeins þeir sterku lifa af (þessi einstaklingshyggja) o.s.frv. myndi hafa þessi áhrif sem myndi endurspeglast í viðmiðunum og siðferðinu. Þannig samfélaginu var stillt upp þannig að þessi virkni ætti sér stað samkvæmt gildum, viðmiðum og siðferði. Þar með þá taldist það ekkert vera mikið mál ef manneskjan væri að sveigja framhjá öllu til þess eins að viðhalda virkni samfélagsins. Það væri hvort sem er félagsleg staðreynd. En viðleitni í rannsókn hjá Durkheim á sér stað á þeim tíma þegar manneskjan var lítið búin að velta fyrir sér gagnvirkni samfélagsins á þennan máta. Að mæta sinni skuggamynd Um svipað leyti eða rétt á eftir kemur fram geðlæknirinn og sálgreinandinn Carl Jung en hann velti hugmynd Freud og Durkheim fyrir sér hvað varðar sjálfið, meðvitund og dulvitund og félagslegri staðreynd. Jung taldi að fræðimenn væru búnir að leggja einum of mikla áherslu á sjálf manneskjunnar og væri tíminn til kominn að velta fyrir sér sjálfinu sem myndast innan hópsins. Það vissulega mundi tengjast manneskjunni sjálfri en þessi hópvitund myndi búa til öðruvísi sjálf sem væri tengt menningu sem manneskjan sjálf myndi sennilega ekki standa fyrir óháð hópnum eða menningunni. Hann talaði um einhverskonar samfélagslega dulvitund (e. collective unconscious) sem bæri með sér ákveðna dulvitund innan samfélagsins en meðvitund innan hópsins sem ætti sér stað eins og trúar menning, kynferðisbrota menning o.s.frv. (Jung, Storr, og Beebe, 2013). Að þarna voru manneskjur búnar að samþykkja gildi, viðmið og siðferði fyrir tiltekinni hegðun sem býr til ákveðið andrúmsloft innan menningarinnar. Þarna er hægt að horfa á kenningu Durkheims um félagslega staðreynd að þessi menning sem er samþykkt verður að einhverskonar staðfestu hvað varðar gildi, viðmið og siðferði. En Durkheim rannsakaði eingöngu þessa félagslegu staðreynd á meðan Jung rannsakaði hvernig væri hægt að uppræta svona menningu og hvað þyrfti manneskjan sjálf að gera til að fjarlæga sig frá svona menningu eða öllu heldur vinna í sínum málum. Hann taldi að manneskjan þyrfti að mæta sinni skuggamynd (e. shadow) með því að horfa á sína veikleika, vera meðvituð um þessa veikleika og vinna á þeim. Þessi dulvitund að meðvitund bæði hjá manneskjunni og hópnum í menningunni ætti að vera ögrað þannig að gildi, viðmið og siðferði yrði snúið upp á þannig að leifarnar myndu skjótast í allar áttir og krefjast endurröðunar. Þar myndi manneskjan hefja sitt uppbyggingarferli við að nálgast sinn manneskjulega þátt sem væri að samræma dulvitund og meðvitund og nota það til að lagfæra sína veikleika. Þarna í þessu ferli yrði manneskjan veikburða enda að horfa í augun á óttanum þar sem sársaukinn nístir inn að beinum er fráhrindandi en þar liggja mörkin fyrir áskoruninni. Ef manneskjan ætlar að taka einhverja svona miðlungs leið eða „willy nilly“ háttsemi þá kæmi dulvitundin aftan að manneskjunni og myndi rifsa öll völd af henni. Þetta er ekkert ósvipað að berjast við ímyndaðan dreka sem spúir eldi og er að reyna að bæði grilla þig og éta þig í leiðinni. En manneskjan þarf að leyfa drekanum að éta sig og fara ofan í meltingarfæri drekans og byrja að tæta þau í sig þannig að drekinn deyr að innan ekki utan. En þetta er vissulega erfitt ferli en svo á sama tíma líka erfitt að verða vitni af sjálfum sér eða sérstaklega að verða opinberaður í óæskilegum athöfnum eins og kynferðislegu áreitni eða ofbeldi sem gerandi þar sem gerandinn verður skömmustulegur, lítil í sér og væri til að hverfa um stund. En það er einmitt það sem gerandinn þarf til að afhjúpa sína veikleika og verða berskjaldaður gagnvart sjálfum sér í leit að svörum til að styrkja sig með betri hætti eða bæta sína hegðun. Jung tók viðeigandi dæmi máli sér til stuðnings eins og manneskja sem elst upp við kristinleg gildi, viðmið og siðferði. Þegar fer að líða á fer henni að finnst þetta vera á skjön við sína hugsun og hegðun og þær afleiðingar sem tengjast. Eins og kristinn trú hefur sýnt í sögunni mikið um morð, þrælahald, kúgun kvenna, fordómar gagnvart öðru fólki o.s.frv. Manneskjunni sem langar að breyta sinni hegðun þarf að ögra þessu formi vegna þess að þetta býr til þá menningu sem skapar ákveðin gildi, viðmið og siðferði sem manneskjunni finnst vera óviðeigandi og langar ekki að fylgja nánar. En aftur á móti þá getur þetta búið til mikla mótspyrnu fyrir manneskjuna og hún verður útskúfuð frá hópnum þannig einmanaleiki og veikleikar verða viðeigandi. En það er oft sem þarf eins og hvernig hættir manneskja að nota vímuefni? Það þarf að fjarlægjast þá sem nota vímuefnin til að geta sinnt breyttri hegðun og vinna eftir öðrum gildum, viðmiðum og siðferði. Að breyta félagslegri staðreynd og mæta sinni skuggamynd Ef við horfum til samfélagsins þar sem kynferðislegt áreitni og ofbeldi á sér stað þá hefur ákveðin menning skapast sem býr til tiltekið sjálf sem manneskjan tileinkar sér. Þarna verða til gildi, viðmið og siðferði sem manneskjan fer að rækta og vinna með. Það eitt og sér myndar samþykki fyrir þeirri hegðun sem viðgengst innan hópsins. Það getur verið eins og í kynferðisbrota menning sem snýst um að svala sínum grunnþörfum með því að brjóta og níðast á konum eða fólki almennt. Það skapar aðstæður og kringumstæður þar sem tiltekin manneskja verður þolandi í hrottalegum samskiptum sem er í flestum tilfellum ekki á hennar forsendum heldur hópsins eða gerandanum/gerendunum. Þarna verður til skuggamynd af þeirri manneskju sem brýtur á annarri manneskju og þar koma saman aðrar manneskjur með svipaða skuggamynd sem myndar þá þessa skuggamenningu. Þetta getur orðið til þess að manneskjurnar missa alla tengingu við gildi, viðmið og siðferði sem hefur verið talið sterkt og gott. En síðan getur manneskjan drifið áfram gildi, viðmið og siðferði sem samræmist skugga menningunni og þá er skuggamyndin að finna sína hliðstæðu. En skuggamenningin getur átt sína sjálfstæðu tilvist þar sem skuggamyndin kemur ekki eins sterkt fram í persónulegu lífi manneskjunnar. Að vera foreldri sem sinnir skyldum og stendur sína plikt í samfélaginu en er síðan alveg öfugt við það þegar kemur að skugga menningunni. En einhverstaðar byrjar þessi skuggamynd sem veltir á ýmsu. Þannig núna vitum við af þessari skuggamynd og þessari skuggamenningu enda hefur þetta verið að fljóta upp á yfirborðið hvort sem er horft á erlend eða íslenskt samhengi. En hvað varðar það íslenska þá má segja að sálfræðingum og geðlæknum sé verkefni fyrir höndum, til að mæta, á þeirri stærðargráðu sem þau hafa ekki áður kynnst. Enda hefur komið fram að þetta séu valdamiklir aðilar í þjóðfélaginu sem hafa sennilega meiri áhrif en sálfræðingar og geðlæknar þannig verður áhugavert að sjá hvernig þessu verður mætt. Verður sköpuð forsenda fyrir því að mæta sinni skuggamynd sem býr til aðra félagslega staðreynd? Eða verður þetta einum of nær sálfræðingum og geðlæknum þannig að ástæðan til að horfa fram hjá þessu verður sterkari en að horfa í ginnið á drekanum? Þessi menning er ekki að fara hverfa fyrr en manneskjurnar sem sinna þessari hegðun innan þessara menningu þurfa að mæta sinni skuggamynd. Þetta er eins með manneskjur sem takast á við kvíða, depurð, áfallastreitu eða aðrar geðrænar áskoranir sem þurfa einmitt að mæta þessu til að geta unnið úr sinni hugsun og hegðun. Draga úr einkennum og betrumbæta bjargræði sín til að geta mæta þessu með myndarlegum og rausnarlegum hætti. Þarna er það sama að eiga sér stað! Þolendur hverskyns ofbeldis hafa þurft að mæta sinni skuggamynd eða þeirri skuggamynd sem hefur myndast vegna gerenda/gerandanna í þessar skugga menningu. Þannig núna er tími geranda/gerandanna kominn að þeir mætti sinni skuggamynd, vinni í sinum veikleikum og betrumbæti sína hegðun. Þeir eru búnir að fá mikinn afslátt á meðan þolendur hafa þurft að greiða fullt verð eða langt umfram það. Þannig núna þurfa þolendur að fá sitt svigrúm og þá tilfinningu að þjóðfélaginu sé annt um þau enda hefur tilfinningin verið með andstæðum hætti í gegnum tíðina. Þannig núna verður áhugavert að sjá hvort að þöggun verður yfirsterkari eða hvort að tala upphátt fái sinn meðbyr sem þolendur hafa verið að sækjast eftir í áratugi. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Gestur Guðmundsson. (2012). Félagsfræði menntunar. Reykjavík: Skrudda. Jung, C.C., og Storr, A., og Beebe, J. (2013). The Essential Jung: Selected and and introduced by Anthony Storr. New Jersey: Princeton University Press.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun