Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2022 09:16 Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði. Vísir/Vilhelm Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Sýnt var frá kynningunni á Vísi í morgun en einkunnir voru frá 54,1 til 85,0 af 100 mögulegum, en þetta var í 23. sinn sem niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar. Í tilkynningu segir að Prósent (áður Zenter rannsóknir) hafi séð um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin hafi verið send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um þrjú þúsund manna úrtak var á hverjum markaði og milli tvö hundruð og þúsund svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins. „Líkt og undanfarin sjö ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þau fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru eldsneytissala Costco var hæst á eldsneytismarkaði með 85,0 stig af 100 mögulegum, Heimilistæki með 79,2 stig hjá raftækjaverslunum, Nova fékk 78,7 á fjarskiptamarkaði, IKEA var hæst húsgagnaverslana með 76,4 stig, Apótekarinn var hæstur á lyfsölumarkaði með 75,1, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig, BYKO fékk 68,3 á byggingavörumarkaði og var Heimilistæki hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 79,2 stig. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,5 stig. Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; Penninn Eymundsson var með 75,3 stig á ritfangamarkaði, Sjóvá fékk 68,9 stig á tryggingamarkaði, Landsbankinn var með 67,9 stig á bankamarkaði, Smáralind með 67,8 hjá verslunarmiðstöðum og hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 65,7 stig,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Neytendur Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Sýnt var frá kynningunni á Vísi í morgun en einkunnir voru frá 54,1 til 85,0 af 100 mögulegum, en þetta var í 23. sinn sem niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar. Í tilkynningu segir að Prósent (áður Zenter rannsóknir) hafi séð um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin hafi verið send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um þrjú þúsund manna úrtak var á hverjum markaði og milli tvö hundruð og þúsund svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins. „Líkt og undanfarin sjö ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þau fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru eldsneytissala Costco var hæst á eldsneytismarkaði með 85,0 stig af 100 mögulegum, Heimilistæki með 79,2 stig hjá raftækjaverslunum, Nova fékk 78,7 á fjarskiptamarkaði, IKEA var hæst húsgagnaverslana með 76,4 stig, Apótekarinn var hæstur á lyfsölumarkaði með 75,1, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig, BYKO fékk 68,3 á byggingavörumarkaði og var Heimilistæki hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 79,2 stig. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,5 stig. Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; Penninn Eymundsson var með 75,3 stig á ritfangamarkaði, Sjóvá fékk 68,9 stig á tryggingamarkaði, Landsbankinn var með 67,9 stig á bankamarkaði, Smáralind með 67,8 hjá verslunarmiðstöðum og hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 65,7 stig,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021. Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum: Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Neytendur Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira