Neitaði að taka við bolta frá áhorfendum á leik Íslands og Danmerkur Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 11:00 Danir áttu litríka stuðningsmenn í MVM-höllinni í Búdapest í gærkvöld, rétt eins og Íslendingar, og misjafnt var hvort menn notuðu smitvarnagrímu eða ekki. Getty/Sanjin Strukic Danir óttast mjög að kórónuveirusmit fari að greinast í landsliðshópi þeirra á EM í handbolta. Engin smit voru í hópnum fyrir leikinn við Ísland sem var án sex leikmanna sem höfðu greinst með veiruna. Tugir leikmanna hafa smitast af veirunni á EM. Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur beðið alla þá sem eru á 35 manna leikmannalista Dana, en komust ekki í 20 manna hópinn sem fór á mótið, að fara í PCR-próf daglega og vera tilbúnir að fylla í þau skörð sem kunna að myndast. „Getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er“ Í grein TV 2 segir að danski hópurinn gæti ítrustu varkárni til að koma í veg fyrir smit í hópnum og að hingað til hafi það borið árangur. Eitt dæmi um það hve varlega menn fari hafi sést í hálfleik í leik Danmerkur og Íslands í gær. Þá hafi Niclas Kirkelökke verið að hita upp og átt skot í þverslána. Boltinn skaust upp til áhorfenda sem köstuðu honum aftur inn á völlinn en Kirkelökke ákvað þá að sparka boltanum í burtu í stað þess að snerta hann með höndunum. Niclas Kirkelökke og félagar í danska landsliðinu hafa sloppið við kórónuveirusmit á EM hingað til.EPA-EFE/Zsolt Czegledi „Ég veit svo sem ekki hvort það breytir einhverju en við getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er á meðan við erum hérna. Við sjáum að fólk er að smitast svona seint á mótinu, þó að það sé í sínum búbblum, svo við getum alveg eins farið varlega,“ sagði Kirkelökke við TV 2. Á meðan á Evrópumótinu hefur staðið hafa yfir 60 leikmenn greinst með kórónuveiruna. Samkvæmt mótsreglum kallar það á fimm daga einangrun og þurfa leikmenn svo að skila inn tveimur neikvæðum smitprófum til að mega spila að nýju. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Tugir leikmanna hafa smitast af veirunni á EM. Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur beðið alla þá sem eru á 35 manna leikmannalista Dana, en komust ekki í 20 manna hópinn sem fór á mótið, að fara í PCR-próf daglega og vera tilbúnir að fylla í þau skörð sem kunna að myndast. „Getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er“ Í grein TV 2 segir að danski hópurinn gæti ítrustu varkárni til að koma í veg fyrir smit í hópnum og að hingað til hafi það borið árangur. Eitt dæmi um það hve varlega menn fari hafi sést í hálfleik í leik Danmerkur og Íslands í gær. Þá hafi Niclas Kirkelökke verið að hita upp og átt skot í þverslána. Boltinn skaust upp til áhorfenda sem köstuðu honum aftur inn á völlinn en Kirkelökke ákvað þá að sparka boltanum í burtu í stað þess að snerta hann með höndunum. Niclas Kirkelökke og félagar í danska landsliðinu hafa sloppið við kórónuveirusmit á EM hingað til.EPA-EFE/Zsolt Czegledi „Ég veit svo sem ekki hvort það breytir einhverju en við getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er á meðan við erum hérna. Við sjáum að fólk er að smitast svona seint á mótinu, þó að það sé í sínum búbblum, svo við getum alveg eins farið varlega,“ sagði Kirkelökke við TV 2. Á meðan á Evrópumótinu hefur staðið hafa yfir 60 leikmenn greinst með kórónuveiruna. Samkvæmt mótsreglum kallar það á fimm daga einangrun og þurfa leikmenn svo að skila inn tveimur neikvæðum smitprófum til að mega spila að nýju.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27