„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:37 Guðmundur Guðmundsson þurfti að bregðast við ótrúlegum skakkaföllum á síðastliðnum sólarhring, allt þar til að fáeinir klukkutímar voru til leiks. Getty/Sanjin Strukic „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti