Færri þurfa að leggjast inn vegna veirunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. janúar 2022 18:00 Þrátt fyrir að færri hafi lagst inn vegna veirunnar undanfarna daga er álagið enn mikið á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Þeim hefur fækkað verulega síðustu daga sem hafa þurft að leggjast inn á Landspítalann vegna kórónuveirunnar. Þá eru veikindi þeirra sem þurft hafa að leggjast inn minni en áður. Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 33 í gær. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem þurft hafa að leggjast inn í Landspítalann vegna Covid-19 og verið tveir á dag. Þegar mest var fyrr í mánuðinum þurftu ellefu að leggjast inn á spítalann á einum degi. Þá hefur innlagnarhlutfallið í aldurshópnum 50 til 74 ára farið úr 6-8% hjá óbólusettum niður í undir 1% á þessum tíma. Í svörum frá Landspítalanum kemur fram að nú sé staðan sú að fleiri liggi nú inni með Covid-19 en þeir sem hafi verið lagðir inn vegna Covid-19. Þá séu veikindi þeirra sem nú leggjast inn minni en áður. Þrátt fyrir að færri leggist inn á spítalann vegna veirunnar er staðan enn erfið á spítalanum að mati stjórnenda. Fjöldi starfsmanna er í sóttkví og einangrun og mikið álag fylgir þeim sjúklingum sem eru með veiruna og þurfa að leggjast inn. Ekki tekin óþarfa áhætta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að létta á samkomutakmörkunum að svo stöddu. „Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Hann vill engu að síður skoða að halda áfram með að slaka á reglum um einangrun, sóttkví og sýnatöku. Þá kemur til greina að börn sem eru tvíbólusett sleppi við sóttkví. „Við ætlum bara að fikra okkur áfram og gera þetta eins vel og við getum þannig að við séum ekki að reyna að taka neina óþarfa áhættu en ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að við gerum það og svörum þeirri breytingum sem við erum að sjá á faraldrinum á þann veg.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31 Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 33 í gær. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem þurft hafa að leggjast inn í Landspítalann vegna Covid-19 og verið tveir á dag. Þegar mest var fyrr í mánuðinum þurftu ellefu að leggjast inn á spítalann á einum degi. Þá hefur innlagnarhlutfallið í aldurshópnum 50 til 74 ára farið úr 6-8% hjá óbólusettum niður í undir 1% á þessum tíma. Í svörum frá Landspítalanum kemur fram að nú sé staðan sú að fleiri liggi nú inni með Covid-19 en þeir sem hafi verið lagðir inn vegna Covid-19. Þá séu veikindi þeirra sem nú leggjast inn minni en áður. Þrátt fyrir að færri leggist inn á spítalann vegna veirunnar er staðan enn erfið á spítalanum að mati stjórnenda. Fjöldi starfsmanna er í sóttkví og einangrun og mikið álag fylgir þeim sjúklingum sem eru með veiruna og þurfa að leggjast inn. Ekki tekin óþarfa áhætta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að létta á samkomutakmörkunum að svo stöddu. „Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Hann vill engu að síður skoða að halda áfram með að slaka á reglum um einangrun, sóttkví og sýnatöku. Þá kemur til greina að börn sem eru tvíbólusett sleppi við sóttkví. „Við ætlum bara að fikra okkur áfram og gera þetta eins vel og við getum þannig að við séum ekki að reyna að taka neina óþarfa áhættu en ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að við gerum það og svörum þeirri breytingum sem við erum að sjá á faraldrinum á þann veg.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31 Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59
Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31
Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31