Fyrir eiga þau soninn Björgvin Úlf. Herra Hnetusmjör, sem heitir fullu nafni Árni Páll Árnason, kynntist ástinni sinni í meðferð fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust sitt fyrsta barn snemma á síðasta ári svo það er aðeins tæpt ár á milli bræðranna.


Rapparinn Herra Hnetusmjör og kærasta hans, Sara Linneth Lovísudóttir Castañeda, eignuðust sitt annað barn þann 16. janúar. Parið segir frá þessu á Instagram en drengurinn hefur fengið nafnið Krummi Steinn Árnason Castañeda.
Fyrir eiga þau soninn Björgvin Úlf. Herra Hnetusmjör, sem heitir fullu nafni Árni Páll Árnason, kynntist ástinni sinni í meðferð fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust sitt fyrsta barn snemma á síðasta ári svo það er aðeins tæpt ár á milli bræðranna.
Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram.
Eva Laufey fékk til sín tvo gesti í þáttinn Blindur bakstur á Stöð 2 í gærkvöld en þá mættu tónlistarmennirnir Birgitta Haukdal og Herra Hnetusmjör. Verkefnið var að baka Barbie köku.
Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman.