Innlent

1.488 greindust innan­lands í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa nú rúmlega 50 þúsund greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins.
Alls hafa nú rúmlega 50 þúsund greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm

1.488 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 93 á landamærum.

Frá þessu segir á síðunni covid.is. Fimmtíu prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og fimmtíu prósent utan sóttkvíar.

10.234 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 10.162 í gær. 12.817 eru nú í sóttkví, en voru 12.006 í gær. 732 eru nú í skimunarsóttkví.

33 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 39 í gær. Þrír eru á gjörgæslu, sami fjöldi og í gær.

5.593 einkennasýni voru greind í gær, 2.341 sóttkvíarsýni og 855 landamærasýni.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 4.352 en var 4.239 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 433, samanborið við 452 i gær.

Alls hafa 51.535 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. Þrettán prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 44 hafa látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×