39 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 en þeir voru 45 í gær. Í gær voru einnig sjö á gjörgæslu en í dag eru þeir þrír, allir í öndunarvél. Fjölgar þeim sem þurfa á aðstoð öndunarvélar um einn á milli daga.
Af þeim 39 sem liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 hafa 25 þeirra verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni, fjórtán eru óbólusettir. Tveir af þeim þremur sem liggja inni á gjörgæslu eru óbólusettur en einn bólusettur að minnsta kosti einu sinni.
Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 62 ár. 8.045 sjúklingar eru skráðir inn á Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.
Starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgar
Á vef Landspítalans kemur einnig fram að 153 starfsmenn spítalans séu í einangrun vegna Covid-19, samanborið við 140 í gær.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.
1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærum.