Vill verða formaður á ný og segir fjármál félagsins mögulega lögreglumál Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. janúar 2022 08:51 Guðmundur Ragnarsson t.h. vandar nafna sínum ekki kveðjurnar í framboðstilkynningu sinni. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns en hann segir að unnið sé að því án vitundar félagsmanna að leggja félagið niður með samruna við annað félag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Guðmundur hefur sent á fjölmiðla. Þar segir hann að margar ástæður liggi að baki því að hann hefur ákveðið að bjóða sig fram en sú alvarlegasta sé sú að svo virðist sem núverandi formaður, Guðmundur Helgi Þórarinsson, fari nú fyrir því að sameina félagið öðru félagi. Málið hafi verið rætt innan stjórnar VM. „Félag sem heitir 2F á taka yfir stóran hluta af starfsemi VM og starfsmenn VM að færast yfir í það. Fyrir þessum gjörningi liggja engar samþykktir innan félagsins,“ segir Guðmundur Ragnarsson í tilkynningu sinni. Hann segist hafa fengið margar og ítrekaðar óskir frá félagsmönnum um að bjóða sig fram. Í kosningabaráttunni verði ýmislegt dregið fram í dagsljósið en Guðmundur segir nafna sinn ekki hafa látið stjórnarmenn fá þær upplýsingar sem þeir hefðu kallað eftir og þá hefði ekki verið farið að lögum félagsins við ákvarðanatöku. Einnig væru launamál formanns tilefni til umræðu. „Síðast en ekki síst er það álit margra að meðferð á fjármunum félagsins stangist á við lög þess með þeim hætti að mögulega sé ástæða til lögreglurannsóknar,“ segir formaðurinn fyrrverandi og bætir því við að formaður sem ekki starfi af heilindum gæti ekki hagsmuna félagsmanna sinna. Hans helsta baráttumál verði bætt kjör félaga VM. Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Guðmundur hefur sent á fjölmiðla. Þar segir hann að margar ástæður liggi að baki því að hann hefur ákveðið að bjóða sig fram en sú alvarlegasta sé sú að svo virðist sem núverandi formaður, Guðmundur Helgi Þórarinsson, fari nú fyrir því að sameina félagið öðru félagi. Málið hafi verið rætt innan stjórnar VM. „Félag sem heitir 2F á taka yfir stóran hluta af starfsemi VM og starfsmenn VM að færast yfir í það. Fyrir þessum gjörningi liggja engar samþykktir innan félagsins,“ segir Guðmundur Ragnarsson í tilkynningu sinni. Hann segist hafa fengið margar og ítrekaðar óskir frá félagsmönnum um að bjóða sig fram. Í kosningabaráttunni verði ýmislegt dregið fram í dagsljósið en Guðmundur segir nafna sinn ekki hafa látið stjórnarmenn fá þær upplýsingar sem þeir hefðu kallað eftir og þá hefði ekki verið farið að lögum félagsins við ákvarðanatöku. Einnig væru launamál formanns tilefni til umræðu. „Síðast en ekki síst er það álit margra að meðferð á fjármunum félagsins stangist á við lög þess með þeim hætti að mögulega sé ástæða til lögreglurannsóknar,“ segir formaðurinn fyrrverandi og bætir því við að formaður sem ekki starfi af heilindum gæti ekki hagsmuna félagsmanna sinna. Hans helsta baráttumál verði bætt kjör félaga VM.
Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira