AC Milan var mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik gegn Spezia en það gekk illa að koma boltanum í netið. Theo Hernandez fékk besta tækifæri heimamanna eftir að vítaspyrna var dæmt undir lok fyrri hálfleiks.
Hernandez brenndi af en spyrna hans hitti ekki markið. Heimamenn höfðu þó tíma fyrir eina sókn í viðbót sem endaði með því að Rafael Leão kom Milan yfir og staðan því 1-0 í hálfleik.

Í stað þessa að bæta við mörkum í síðari hálfleik voru það gestirnir sem sneru taflinu sér í vil. Kevin Agudelo jafnaði metin á 64. mínútu með auðveldri afgreiðslu eftir fyrirgjöf Kevin Agudelo.
Það voru komnar sex mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Emmanuel Quartsin Gyasi skoraði sigurmark leiksins og tryggði gestunum einkar óvæntan 2-1 sigur.

Napoli vann Bologna 2-0 á útivelli þökk sé tvennu Hirving Lozano og þá vann Fiorentina stórsigur á Genoa, lokatölur 6-0. Dušan Vlahović - sem virðist vera á leið til Englands - brenndi af vítaspyrnu en skoraði samt sem áður eitt af sex mörkum liðsins.
Vinstri bakvörðurinn Cristiano Biraghi skoraði tvö og hægri bakvörðurinn Alvaro Odriozola skoraði eitt. Miðjumennirnir Lucas Torreira og Giacomo Bonaventura skoruðu svo sitt hvort markið.
Inter er því enn á toppi deildarinnar með 50 stig en AC Milan er í 2. sæti með 48 stig og Napoli er í 3. sæti með 46 stig.