LeBron þögull eftir ummæli Magic: „Stuðningsfólk Lakers á betra skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 18:02 LeBron James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leik Los Angeles Lakers og Denver Nuggets í gær. Justin Ford/Getty Images LeBron James er andlit Los Angeles Lakers í dag. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar svara þarf fyrir slæmt gengi eða hvað sem gæti bjátað á. Eftir stórtap gegn Denver Nuggets ákvað LeBron hins vegar að tjá sig ekki við fjölmiðla. Lakers beið afhroð gegn Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í gær, lokatölur 133-96. Var þetta næststærsta tap LeBron í treyju Lakers. Hið fyrra sannfærði hann og forráðamenn félagsins að það þyrfti að taka til í leikmannahóp félagsins og sækja þyrfti nýja ofurstjörnu. Sumarið eftir var Anthony Davis sóttur. Magic Johnson said Lakers fans "deserved better" after their 133-96 beatdown at the hands of the Nuggets.LeBron James elected not to talk to the media after the game. What does it mean for a Lakers team that is running out of excuses? @billoramhttps://t.co/Gqqvoc8cnY— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 16, 2022 Mögulega nennti LeBron James ekki að ræða við fjölmiðla eftir enn eitt tapið sem þýðir að Lakers hefur nú tapað fleiri leikjum en það hefur unnið á leiktíðinni. Mögulega nennti hann ekki að ræða við fjölmiðla þar sem Magic Johnson, fyrrum stórstjarna liðsins og framkvæmdastjóri fyrir ekki svo löngu, tísti á meðan leik stóð. Hann sagði stuðningsfólk liðsins – og eiganda þess, Jeanie Buss – eiga betra skilið. Að liðinu skorti allan ákafa og vilja. After being blown out by the Nuggets 133-96, we as @Lakers fans can accept being outplayed but we deserve more than a lack of effort and no sense of urgency. Owner @JeanieBuss, you deserve better.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) January 16, 2022 Russell Westbrook ræddi við fjölmiðla og var spurður út í umrætt tíst. „Magic má hafa sína skoðun en hann er ekki hér alla daga. Hann er ekki í kringum hópinn. Hann veit ekki hvað gengur á og hann er ekki hér með okkur að reyna snúa genginu við.“ Lakers hafa verið án Anthony Davis undanfarið en það er engin afsökun fyrir skelfilegum frammistöðum leik eftir leik. Denver hefur til að mynda unnið 22 leiki og tapað 19 þrátt fyrir að Jamal Murray og Michael Porter Jr. hafi verið á meiðslalistanum frá upphafi tímabils. Færa má rök fyrir því að þar sé um að ræða tvo af þremur bestu leikmönnum liðsins. 17 PTS | 13 AST | 12 REB And he didn't play the fourth quarter. #NikolaJokic #NBAAllStar pic.twitter.com/n8UBu7wr9d— Denver Nuggets (@nuggets) January 16, 2022 Sá þriðji er svo að sjálfsögðu Nikola Jokić en sá átti stórleik er Denver kjöldró Lakers. Hinn 26 ára Jokić er 11 árum yngri en LeBron sem hefur spilað betur en flestir í vetur. Mögulega var LeBron einfaldlega of þreyttur eftir enn leikinn þar sem hann virtist einn á móti rest til að ræða við fjölmiðla. Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Lakers beið afhroð gegn Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í gær, lokatölur 133-96. Var þetta næststærsta tap LeBron í treyju Lakers. Hið fyrra sannfærði hann og forráðamenn félagsins að það þyrfti að taka til í leikmannahóp félagsins og sækja þyrfti nýja ofurstjörnu. Sumarið eftir var Anthony Davis sóttur. Magic Johnson said Lakers fans "deserved better" after their 133-96 beatdown at the hands of the Nuggets.LeBron James elected not to talk to the media after the game. What does it mean for a Lakers team that is running out of excuses? @billoramhttps://t.co/Gqqvoc8cnY— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 16, 2022 Mögulega nennti LeBron James ekki að ræða við fjölmiðla eftir enn eitt tapið sem þýðir að Lakers hefur nú tapað fleiri leikjum en það hefur unnið á leiktíðinni. Mögulega nennti hann ekki að ræða við fjölmiðla þar sem Magic Johnson, fyrrum stórstjarna liðsins og framkvæmdastjóri fyrir ekki svo löngu, tísti á meðan leik stóð. Hann sagði stuðningsfólk liðsins – og eiganda þess, Jeanie Buss – eiga betra skilið. Að liðinu skorti allan ákafa og vilja. After being blown out by the Nuggets 133-96, we as @Lakers fans can accept being outplayed but we deserve more than a lack of effort and no sense of urgency. Owner @JeanieBuss, you deserve better.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) January 16, 2022 Russell Westbrook ræddi við fjölmiðla og var spurður út í umrætt tíst. „Magic má hafa sína skoðun en hann er ekki hér alla daga. Hann er ekki í kringum hópinn. Hann veit ekki hvað gengur á og hann er ekki hér með okkur að reyna snúa genginu við.“ Lakers hafa verið án Anthony Davis undanfarið en það er engin afsökun fyrir skelfilegum frammistöðum leik eftir leik. Denver hefur til að mynda unnið 22 leiki og tapað 19 þrátt fyrir að Jamal Murray og Michael Porter Jr. hafi verið á meiðslalistanum frá upphafi tímabils. Færa má rök fyrir því að þar sé um að ræða tvo af þremur bestu leikmönnum liðsins. 17 PTS | 13 AST | 12 REB And he didn't play the fourth quarter. #NikolaJokic #NBAAllStar pic.twitter.com/n8UBu7wr9d— Denver Nuggets (@nuggets) January 16, 2022 Sá þriðji er svo að sjálfsögðu Nikola Jokić en sá átti stórleik er Denver kjöldró Lakers. Hinn 26 ára Jokić er 11 árum yngri en LeBron sem hefur spilað betur en flestir í vetur. Mögulega var LeBron einfaldlega of þreyttur eftir enn leikinn þar sem hann virtist einn á móti rest til að ræða við fjölmiðla.
Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira