Ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 17. janúar 2022 12:00 Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun