Bologna byrjaði leikinn betur en þeir unnu fyrstu tvo leikhlutana og voru yfir í hálfleik, 34-43. Gestirnir unnu þriðja leikhluta með einu stig áður en endurkoma Napoli hófst í síðasta fjórðungnum.
Napoli náði þá mest að minnka muninn milli liðanna niður í þrjú stig en nær komust þeir ekki. Bologna vann leikinn 86-89. Bologna fer með sigrinum upp úr fallsæti og í 14. sætið með 10 stig á meðan að Napoli er í 7. sæti með 14 stig.
Jón Axel gerði 2 stig og tók 1 frákast á 14 mínútum í leiknum. Næsti leikur Fortitudo Bologna er næsta sunnudag gegn Tortona.