Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju Vísir/Sigurjón Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur. Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn. Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn.
Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira