Svartfjallaland vann Norður Makedóníu 24-28 í A-riðli en bæði lið töpuðu í fyrstu umferð.
Frakkland vann 13 stiga stórsigur á Úkraínu, 36-23 í C-riðli og eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir 2 leiki.
Tékkland fór þægilega í gegnum Bosníu, 27-19, í E-riðli. Eftir sigurinn er Tékkland í öðru sæti riðilsins með tvö stig.
Í F-riðli vann Slóvakía lið Litháen 31-26. Þetta voru fyrstu stig Slóvakíu á mótinu en Litháen er áfram fast við botninn í F-riðli.