Margrét nú verið drottning í hálfa öld Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2022 07:52 Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku, en í skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. AP Danir fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur varð drottning landsins. Fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna valdaafmælisins hafði áður verið frestað til næsta hausts vegna heimsfaraldursins. Margrét Þórhildur varð drottning Danmerkur 14. janúar 1972, þá 31 árs að aldri, þegar faðir hennar, Friðrik IX lést 72 ára að aldri. Þáverandi forsætisráðherra landsins, Jens Otto Krag, stóð svo ásamt Margréti á svölum Kristjánsborgarhallar, nítján klukkustundum eftir andlát konungsins og lýsti því formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað verður afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, verða meðal ræðumanna. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, átti sömuleiðis að halda tölu en varð að boða forföll eftir að hann greindist með kórónuveiruna í gær. Halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu Á hádegi munu Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans verður lagður við leiði Friðriks IX og Ingiríðar drottningar, foreldra drottningarinnar. Margrét fagnaði áttræðisafmæli sínu á síðasta ári en þá, líkt og nú, varð að fresta hátíðarhöldum vegna faraldursins. Einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þá hefur einungis Elísabet II Englandsdrottning setið lengur en Margrét Þórhildur á drottningarstóli í Evrópu. Þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til Þjóðaratkvæðagreiðslu þurfti á sínum tíma til að Margrét Þórhildur gæti yfirhöfuð orðið drottning. 85 prósent landsmanna greiddu árið 1953 atkvæði með því að kona gæti tekið við krúnunni. Mikil undiralda var á þeim tíma með auknum feminisma í dönsku þjóðfélagi og sömuleiðis þeirri staðreynd að Friðrik og Ingiríður höfðu eignast þrjár dætur og engan son. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og segir í frétt AP að samkvæmt skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. Heimir Már Pétursson ræddi við Margréti Þórhildi í Kaupmannahöfn árið 2017 og þar kom Ísland sannarlega við sögu. Danmörk Kóngafólk Tímamót Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Margrét Þórhildur varð drottning Danmerkur 14. janúar 1972, þá 31 árs að aldri, þegar faðir hennar, Friðrik IX lést 72 ára að aldri. Þáverandi forsætisráðherra landsins, Jens Otto Krag, stóð svo ásamt Margréti á svölum Kristjánsborgarhallar, nítján klukkustundum eftir andlát konungsins og lýsti því formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað verður afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, verða meðal ræðumanna. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, átti sömuleiðis að halda tölu en varð að boða forföll eftir að hann greindist með kórónuveiruna í gær. Halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu Á hádegi munu Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans verður lagður við leiði Friðriks IX og Ingiríðar drottningar, foreldra drottningarinnar. Margrét fagnaði áttræðisafmæli sínu á síðasta ári en þá, líkt og nú, varð að fresta hátíðarhöldum vegna faraldursins. Einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þá hefur einungis Elísabet II Englandsdrottning setið lengur en Margrét Þórhildur á drottningarstóli í Evrópu. Þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til Þjóðaratkvæðagreiðslu þurfti á sínum tíma til að Margrét Þórhildur gæti yfirhöfuð orðið drottning. 85 prósent landsmanna greiddu árið 1953 atkvæði með því að kona gæti tekið við krúnunni. Mikil undiralda var á þeim tíma með auknum feminisma í dönsku þjóðfélagi og sömuleiðis þeirri staðreynd að Friðrik og Ingiríður höfðu eignast þrjár dætur og engan son. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og segir í frétt AP að samkvæmt skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. Heimir Már Pétursson ræddi við Margréti Þórhildi í Kaupmannahöfn árið 2017 og þar kom Ísland sannarlega við sögu.
Danmörk Kóngafólk Tímamót Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira