Hvað er eiginlega þetta Be Real? Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 21:01 Fréttamaður mundar hér nýtekið BeReal af viðmælendum sínum, þriðja árs nemum í Verzló. Vísir/Egill Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera. Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real. Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real.
Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira