Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. janúar 2022 20:01 Aldís Hafsteinsdóttir áttar sig ekki almennilega á afstöðu kennara. vísir/magnús hlynur Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. Grunnskólakennarar hafa í langflestum tilvikum við kjaraviðræður síðustu ára fellt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði undirritað á einhverjum tímapunkti viðræðnanna. Atkvæðagreiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niðurstaðan sannarlega afgerandi. Aðeins fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði vildu samþykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum. Samningurinn byggir á lífskjarasamningunum, með sambærilegum launahækkunum og eru boðaðar í honum. Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings Samtök íslenskra sveitarfélaga furða sig á þessari niðurstöðu. „Og þegar kjarasamningar eru undirritaðir þá á maður náttúrulega von á að um samninginn ríki sátt og ánægja og að samninganefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði samþykktur. Mér finnst þetta sérkennilegt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á óvart,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar SÍS. Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkissáttasemjara til að finna sameiginlega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á ákvæði lífskjarasamningsins sem að allar aðrar starfsstéttir í landinu hafa fengið,“ segir Aldís. Það er nú Félags grunnskólakennara að átta sig á því hvort einhverja leið að samningi sé að finna. Annars gætu félagsmenn viljað kjósa um mögulegt verkfall. Aldís vonar auðvitað að til þess komi ekki. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast ástandið í samfélaginu - við erum á neyðarstigi Almannavarna í verstu efnahagslægð sögunnar. Það er heimsfaraldur inflúensu. Og það væri afar sérkennilegt útspil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verkfall núna.“ Grunnskólar Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Grunnskólakennarar hafa í langflestum tilvikum við kjaraviðræður síðustu ára fellt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði undirritað á einhverjum tímapunkti viðræðnanna. Atkvæðagreiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niðurstaðan sannarlega afgerandi. Aðeins fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði vildu samþykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum. Samningurinn byggir á lífskjarasamningunum, með sambærilegum launahækkunum og eru boðaðar í honum. Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings Samtök íslenskra sveitarfélaga furða sig á þessari niðurstöðu. „Og þegar kjarasamningar eru undirritaðir þá á maður náttúrulega von á að um samninginn ríki sátt og ánægja og að samninganefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði samþykktur. Mér finnst þetta sérkennilegt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á óvart,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar SÍS. Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkissáttasemjara til að finna sameiginlega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á ákvæði lífskjarasamningsins sem að allar aðrar starfsstéttir í landinu hafa fengið,“ segir Aldís. Það er nú Félags grunnskólakennara að átta sig á því hvort einhverja leið að samningi sé að finna. Annars gætu félagsmenn viljað kjósa um mögulegt verkfall. Aldís vonar auðvitað að til þess komi ekki. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast ástandið í samfélaginu - við erum á neyðarstigi Almannavarna í verstu efnahagslægð sögunnar. Það er heimsfaraldur inflúensu. Og það væri afar sérkennilegt útspil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verkfall núna.“
Grunnskólar Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira