Þetta snýst um fólkið í framlínunni Steinunn Þórðardóttir skrifar 12. janúar 2022 13:01 Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins. Slíkt hefur verið gert í löndunum í kringum okkur auk þess að herinn hefur verið kallaður til aðstoðar í mörgum þeirra. Faraldurinn hefur staðið í hátt í tvö ár og það er að stærstum hluta sama fólkið sem stendur vaktina innan heilbrigðiskerfisins hérlendis, nú sem í upphafi. Þegar veiran var ný, eiginleikar hennar lítt þekktir og engin bólusetning eða sértæk meðferð í boði í baráttunni gegn henni stóð þetta fólk vaktina, þrátt fyrir óttann og óvissuna sem þá ríkti. Það mætti til vinnu þegar aðrir geirar samfélagsins lágu meira eða minna í dvala og hitti þar veiruna fyrir í návígi. Óttuðust að smitast sjálf og bera þessa óþekktu veiru til ástvina sinna. Á undanförnum mánuðum hefur það sjónarmið færst í aukana í samfélagsumræðunni að ekki sé sífellt hægt að skerða einstaklingsfrelsi fólks til að verja heilbrigðiskerfið. En hvað er heilbrigðiskerfið? Heilbrigðiskerfið er fyrst og fremst fólkið sem starfar innan þess. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sem hefur af mikilli ósérhlífni og elju staðið vaktina í hátt í tvö ár. Fórnað frítíma með sínum nánustu, dregið sig í hlé umfram flesta aðra samfélagshópa til að draga úr líkum á að lenda í sóttkví/einangrun sem myndi koma illa niður á sjúklingum og samstarfsfólki, frestað páskarfríum, sumarfríum og jólafríum, hætt við utanlandsferðir til að geta verið stöðugt til staðar, virkjað stórfjölskylduna og vini til að sjá um börnin til að geta staðið vaktina þegar leikskólinn/frístundaheimilið er með skerta starfsemi, fært sig um set í vinnu til að létta undir þar sem þörfin er mest þrátt fyrir að það samrýmist ekki þeirra eigin starfsþróun, unnið í sóttkví, ítrekað lagt mikið á sig til að vinna upp halann af öðrum verkefnum sem situr eftir þegar hlé verður á milli bylgja faraldursins. Á sama tíma hefur þetta fólk búið við stöðuga óvissu og nú síðast þær hugmyndir að þurfa að halda áfram störfum þrátt fyrir að vera sjálft smitað af veirunni og eiga með réttu að vera í einangrun. Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðum að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast. Eins og fram kom í upphafi þá erum við eyja í Atlantshafinu sem ekki getur auðveldlega sótt liðstyrk yfir landamærin. Þetta frábæra fólk okkar er það sem við verðum að stóla á og hlúa að. Nauðsynlegt er að bregðast við því mikla vinnuálagi sem nú þegar er til staðar og mun vaxa mikið á næstu vikum ef fram fer sem horfir. Koma þarf til móts við starfsfólkið sem stendur vaktina stöðugt, fyrir okkur öll, með öllum tiltækum ráðum. Dæmi um slíkt væru viðbótargreiðslur í eðlilegum takti við það mikla álag sem nú blasir við. Slíkar greiðslur myndu að vonum einnig vera hvatning fyrir heilbrigðismenntaða einstaklinga annars staðar að úr samfélaginu til að hlaupa undir bagga á meðan það versta gengur yfir og dreifa þar með álaginu. Dæmi eru um tímabundnar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks í faraldrinum, t.d. í Svíþjóð, þar sem framlínustarfsfólk gekkst undir að lengja vinnutíma sinn og flytjast milli starfstöðva eftir þörfum gegn hærri launagreiðslum á sama tíma. Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara (sbr. Kjarasamning Læknafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra, gr. 4.4.2.1). Þetta er staða sem kemur upp mjög reglulega í rekstri spítalans í yfirstandandi faraldri. Þessi afstaða til kjarasamningsbundinna réttinda er í engum takti við ástandið í samfélaginu þessa stundina. Eðlilegt er að eitthvað af þeim miklu fjármunum sem varið hefur verið í samfélagslegar aðgerðir vegna faraldursins renni til framlínustarfsfólks í heilbrigðiskerfinu, en ekki gert ráð fyrir að það sýni endalaus þolgæði án nokkurar raunverulegrar umbunar. Sá hlýhugur sem fólk og fyrirtæki í landinu hefur sýnt heibrigðisstarfsfólki í faraldrinum er ómetanlegur, en eðlilegt er að stjórnvöld láti þess einnig gæta í launaumslaginu hversu vel við metum framlag þessa hóps á þessum krefjandi tímum. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins. Slíkt hefur verið gert í löndunum í kringum okkur auk þess að herinn hefur verið kallaður til aðstoðar í mörgum þeirra. Faraldurinn hefur staðið í hátt í tvö ár og það er að stærstum hluta sama fólkið sem stendur vaktina innan heilbrigðiskerfisins hérlendis, nú sem í upphafi. Þegar veiran var ný, eiginleikar hennar lítt þekktir og engin bólusetning eða sértæk meðferð í boði í baráttunni gegn henni stóð þetta fólk vaktina, þrátt fyrir óttann og óvissuna sem þá ríkti. Það mætti til vinnu þegar aðrir geirar samfélagsins lágu meira eða minna í dvala og hitti þar veiruna fyrir í návígi. Óttuðust að smitast sjálf og bera þessa óþekktu veiru til ástvina sinna. Á undanförnum mánuðum hefur það sjónarmið færst í aukana í samfélagsumræðunni að ekki sé sífellt hægt að skerða einstaklingsfrelsi fólks til að verja heilbrigðiskerfið. En hvað er heilbrigðiskerfið? Heilbrigðiskerfið er fyrst og fremst fólkið sem starfar innan þess. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sem hefur af mikilli ósérhlífni og elju staðið vaktina í hátt í tvö ár. Fórnað frítíma með sínum nánustu, dregið sig í hlé umfram flesta aðra samfélagshópa til að draga úr líkum á að lenda í sóttkví/einangrun sem myndi koma illa niður á sjúklingum og samstarfsfólki, frestað páskarfríum, sumarfríum og jólafríum, hætt við utanlandsferðir til að geta verið stöðugt til staðar, virkjað stórfjölskylduna og vini til að sjá um börnin til að geta staðið vaktina þegar leikskólinn/frístundaheimilið er með skerta starfsemi, fært sig um set í vinnu til að létta undir þar sem þörfin er mest þrátt fyrir að það samrýmist ekki þeirra eigin starfsþróun, unnið í sóttkví, ítrekað lagt mikið á sig til að vinna upp halann af öðrum verkefnum sem situr eftir þegar hlé verður á milli bylgja faraldursins. Á sama tíma hefur þetta fólk búið við stöðuga óvissu og nú síðast þær hugmyndir að þurfa að halda áfram störfum þrátt fyrir að vera sjálft smitað af veirunni og eiga með réttu að vera í einangrun. Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðum að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast. Eins og fram kom í upphafi þá erum við eyja í Atlantshafinu sem ekki getur auðveldlega sótt liðstyrk yfir landamærin. Þetta frábæra fólk okkar er það sem við verðum að stóla á og hlúa að. Nauðsynlegt er að bregðast við því mikla vinnuálagi sem nú þegar er til staðar og mun vaxa mikið á næstu vikum ef fram fer sem horfir. Koma þarf til móts við starfsfólkið sem stendur vaktina stöðugt, fyrir okkur öll, með öllum tiltækum ráðum. Dæmi um slíkt væru viðbótargreiðslur í eðlilegum takti við það mikla álag sem nú blasir við. Slíkar greiðslur myndu að vonum einnig vera hvatning fyrir heilbrigðismenntaða einstaklinga annars staðar að úr samfélaginu til að hlaupa undir bagga á meðan það versta gengur yfir og dreifa þar með álaginu. Dæmi eru um tímabundnar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks í faraldrinum, t.d. í Svíþjóð, þar sem framlínustarfsfólk gekkst undir að lengja vinnutíma sinn og flytjast milli starfstöðva eftir þörfum gegn hærri launagreiðslum á sama tíma. Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara (sbr. Kjarasamning Læknafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra, gr. 4.4.2.1). Þetta er staða sem kemur upp mjög reglulega í rekstri spítalans í yfirstandandi faraldri. Þessi afstaða til kjarasamningsbundinna réttinda er í engum takti við ástandið í samfélaginu þessa stundina. Eðlilegt er að eitthvað af þeim miklu fjármunum sem varið hefur verið í samfélagslegar aðgerðir vegna faraldursins renni til framlínustarfsfólks í heilbrigðiskerfinu, en ekki gert ráð fyrir að það sýni endalaus þolgæði án nokkurar raunverulegrar umbunar. Sá hlýhugur sem fólk og fyrirtæki í landinu hefur sýnt heibrigðisstarfsfólki í faraldrinum er ómetanlegur, en eðlilegt er að stjórnvöld láti þess einnig gæta í launaumslaginu hversu vel við metum framlag þessa hóps á þessum krefjandi tímum. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun