Fékk að skipuleggja bónorð við Fjallsárlón Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 11. janúar 2022 16:30 Parið að eiga notalega stund eftir bónorðið. Aðsend/Teitur Þorkelsson Ævintýramaðurinn Teitur Þorkelsson fékk á dögunum það skemmtilega verkefni að aðstoða ungan mann við að skipuleggja bónorð á ferðalagi sínu um Ísland. Teitur starfar í ferðabransanum og er sjálfur með fyrirtækið Polar Front Adventure en þessi tiltekna ferð var á vegum Hidden Iceland. Teitur leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu og elskar að hjálpa ferðalöngum að skapa hin fullkomnu augnablik sem lifa í minnum þeirra ævilangt. Hann þekkir Ísland betur en flestir og veit því hvar allar helstu perlur landsins eru að finna. Þetta er ekki fyrsta bónorðið sem Teitur fær að vera partur af heldur hefur hann komið að skipulagningu annarra bónorða. Þar að auki hefur hann skipulagt hjónavígslu að hætti Ásatrúar að ósk viðskiptavina sem fór fram í álfabyggðum í Hellisgerði. View this post on Instagram A post shared by Polar Front Adventure Company (@polarfrontadventure) Parið sem um ræðir var á ferðalagi um landið í fjóra daga og hafði ungi maðurinn ákveðið að biðja kærustunnar og kom með hringinn með sér. Þau komu til landsins frá Bretlandi þar sem þau starfa bæði í lögreglunni. Maðurinn var mjög spenntur fyrir bónorðinu og átti erfitt með að bíða eftir réttu stundinni á rétta staðnum. Teitur var ekki feiminn við verkefnið að finna hinn fullkomna stað. Hann vildi velja stað þar sem parið gæti fengið næði og notið fegurðarinnar sem umhverfið hefur upp á að bjóða. „Þau skoðuðu Jökulsárlón og voru í íshelli fyrr um daginn og allt eru þetta mjög töfrandi staðir en þar er líka annað fólk,“ sagði hann um valið. Að lokum varð náttúruperlan Fjallsárlón fyrir valinu sem hinn fullkomni staður fyrir stóru spurninguna. Þar er lítið um fólk á veturna, mikil kyrrð og umhverfið stórkostlegt. Þegar þau komu á áfangastaðinn varð maðurinn mjög spenntur og spurði hvort þetta væri staðurinn. Hann fór beint niður á hné og bað ástarinnar sem hann var búinn að bíða spenntur eftir að geta gert alla ferðina. Unga konan sagði samstundis já og var mikil gleði hjá þeim. Þegar bónorðið átti sér stað var enginn á staðnum nema parið og Teitur svo þetta var mjög persónuleg stund og greinilega vel valinn staður. Eftir bónorðið labbaði Teitur frá til þess að gefa þeim næði saman og skyndilega varð jökulskriða og miklar, tignarlegar drunur tóku yfir þögnina. „Það er náttúrulega algjör þögn þarna og allt í einu kemur þetta brjálæðislega kraftmikla hljóð út úr eilífðinni, þúsund ára ísar rólega að skríða fram,“ segir Teitur þegar hann lýsir augnablikinu á ljóðrænan hátt. Það eina sem vantaði til þess að fullkomna ferðina voru norðurljósin sem parið var búið að vonast eftir alla ferðina. Um kvöldið fóru þau í Sky Lagoon þar sem þau skáluðu fyrir stóra deginum og framtíðinni. Móðir náttúra ákvað að fagna gleðitíðindunum með parinu og skartaði sínu allra fegursta með norðurljósin fremst í flokki. Norðurljós eru vinsæl hjá ferðamönnum.Vísir/Getty Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01 Fór á skeljarnar beint fyrir framan vefmyndavél Bónorð náðist í beinni útsendingu vefmyndavélar RÚV við Langahrygg í Geldingadölum á þriðja tímanum í dag. 9. október 2021 14:55 Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Teitur starfar í ferðabransanum og er sjálfur með fyrirtækið Polar Front Adventure en þessi tiltekna ferð var á vegum Hidden Iceland. Teitur leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu og elskar að hjálpa ferðalöngum að skapa hin fullkomnu augnablik sem lifa í minnum þeirra ævilangt. Hann þekkir Ísland betur en flestir og veit því hvar allar helstu perlur landsins eru að finna. Þetta er ekki fyrsta bónorðið sem Teitur fær að vera partur af heldur hefur hann komið að skipulagningu annarra bónorða. Þar að auki hefur hann skipulagt hjónavígslu að hætti Ásatrúar að ósk viðskiptavina sem fór fram í álfabyggðum í Hellisgerði. View this post on Instagram A post shared by Polar Front Adventure Company (@polarfrontadventure) Parið sem um ræðir var á ferðalagi um landið í fjóra daga og hafði ungi maðurinn ákveðið að biðja kærustunnar og kom með hringinn með sér. Þau komu til landsins frá Bretlandi þar sem þau starfa bæði í lögreglunni. Maðurinn var mjög spenntur fyrir bónorðinu og átti erfitt með að bíða eftir réttu stundinni á rétta staðnum. Teitur var ekki feiminn við verkefnið að finna hinn fullkomna stað. Hann vildi velja stað þar sem parið gæti fengið næði og notið fegurðarinnar sem umhverfið hefur upp á að bjóða. „Þau skoðuðu Jökulsárlón og voru í íshelli fyrr um daginn og allt eru þetta mjög töfrandi staðir en þar er líka annað fólk,“ sagði hann um valið. Að lokum varð náttúruperlan Fjallsárlón fyrir valinu sem hinn fullkomni staður fyrir stóru spurninguna. Þar er lítið um fólk á veturna, mikil kyrrð og umhverfið stórkostlegt. Þegar þau komu á áfangastaðinn varð maðurinn mjög spenntur og spurði hvort þetta væri staðurinn. Hann fór beint niður á hné og bað ástarinnar sem hann var búinn að bíða spenntur eftir að geta gert alla ferðina. Unga konan sagði samstundis já og var mikil gleði hjá þeim. Þegar bónorðið átti sér stað var enginn á staðnum nema parið og Teitur svo þetta var mjög persónuleg stund og greinilega vel valinn staður. Eftir bónorðið labbaði Teitur frá til þess að gefa þeim næði saman og skyndilega varð jökulskriða og miklar, tignarlegar drunur tóku yfir þögnina. „Það er náttúrulega algjör þögn þarna og allt í einu kemur þetta brjálæðislega kraftmikla hljóð út úr eilífðinni, þúsund ára ísar rólega að skríða fram,“ segir Teitur þegar hann lýsir augnablikinu á ljóðrænan hátt. Það eina sem vantaði til þess að fullkomna ferðina voru norðurljósin sem parið var búið að vonast eftir alla ferðina. Um kvöldið fóru þau í Sky Lagoon þar sem þau skáluðu fyrir stóra deginum og framtíðinni. Móðir náttúra ákvað að fagna gleðitíðindunum með parinu og skartaði sínu allra fegursta með norðurljósin fremst í flokki. Norðurljós eru vinsæl hjá ferðamönnum.Vísir/Getty
Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01 Fór á skeljarnar beint fyrir framan vefmyndavél Bónorð náðist í beinni útsendingu vefmyndavélar RÚV við Langahrygg í Geldingadölum á þriðja tímanum í dag. 9. október 2021 14:55 Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01
Fór á skeljarnar beint fyrir framan vefmyndavél Bónorð náðist í beinni útsendingu vefmyndavélar RÚV við Langahrygg í Geldingadölum á þriðja tímanum í dag. 9. október 2021 14:55
Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30