Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 23:37 30 dagar í sóttkví þríbólusettur. Óvíst hvort nokkur annar geti státað sig af því sama. vísir/egill Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb. Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13